Píratar XP

Frambjóðendahelgin heppnaðist fullkomlega

Píratar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir kosningarnar.

Tortuga iðaði af lífi um helgina. Þar fjölmenntu frambjóðendur Pírata í stefnumótunarvinnu og fræðslu fyrir komandi kosningar, borðuðu góðan mat og skemmtu sér saman.

Dagskráin hófst að morgni föstudags og lauk á laugardagskvöldi. Frambjóðendur Pírata úr öllum kjördæmum hófust strax handa við að leggja lokahönd á stefnur flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Nú fara stefnurnar í fínpússun áður en þær verða svo bornar upp til samþykktar í kosningakerfi Pírata.

Meðfram stefnuvinnunni sátu frambjóðendurnir fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra. Borgarfulltrúar Pírata fluttu t.a.m. kynningu á árangri flokksins í borgarstjórn – fyrirlesturinn varð lengri en til stóð enda af mörgum sigrum að taka. Þá var Hans Jónsson, frambjóðandi Pírata í NA-kjördæmi, með hinseginfræðslu fyrir hópinn auk þess sem frambjóðendur fengu framkomu- og fjölmiðlaþjálfun.

Að formlegri vinnu lokinni skemmtu Píratar sér saman í Tortuga. Á föstudagskvöld buðu Ungir Píratar til PowerPoint-veislu og á laugardagskvöld var Tortuga breytt í karíókí-miðstöð, þar sem frambjóðendur sungu allt frá Nick Cave til Ladda.

Óhætt er að fullyrða að helgin hafi heppnast fullkomlega. Kosningastefnurnar líta sigurstranglega út og frambjóðendurnir eru uppfullir af fróðleik sem mun koma sér vel í kosningabaráttunni fram undan.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X