Frambjóðendahelgin heppnaðist fullkomlega

Píratar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir kosningarnar.

Tortuga iðaði af lífi um helgina. Þar fjölmenntu frambjóðendur Pírata í stefnumótunarvinnu og fræðslu fyrir komandi kosningar, borðuðu góðan mat og skemmtu sér saman.

Dagskráin hófst að morgni föstudags og lauk á laugardagskvöldi. Frambjóðendur Pírata úr öllum kjördæmum hófust strax handa við að leggja lokahönd á stefnur flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Nú fara stefnurnar í fínpússun áður en þær verða svo bornar upp til samþykktar í kosningakerfi Pírata.

Meðfram stefnuvinnunni sátu frambjóðendurnir fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra. Borgarfulltrúar Pírata fluttu t.a.m. kynningu á árangri flokksins í borgarstjórn – fyrirlesturinn varð lengri en til stóð enda af mörgum sigrum að taka. Þá var Hans Jónsson, frambjóðandi Pírata í NA-kjördæmi, með hinseginfræðslu fyrir hópinn auk þess sem frambjóðendur fengu framkomu- og fjölmiðlaþjálfun.

Að formlegri vinnu lokinni skemmtu Píratar sér saman í Tortuga. Á föstudagskvöld buðu Ungir Píratar til PowerPoint-veislu og á laugardagskvöld var Tortuga breytt í karíókí-miðstöð, þar sem frambjóðendur sungu allt frá Nick Cave til Ladda.

Óhætt er að fullyrða að helgin hafi heppnast fullkomlega. Kosningastefnurnar líta sigurstranglega út og frambjóðendurnir eru uppfullir af fróðleik sem mun koma sér vel í kosningabaráttunni fram undan.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....