Frá stofnfundi Pírata í Reykjavík

Félagið Píratar í Reykjavík, svæðisbundið aðildarfélag Pírata, var stofnað formlega í dag, laugardaginn 14. desember 2013.

Halldór Auðar Svansson var kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru; Hildur Sif Thorarensen, Þórlaug Ágústsdóttir, Jóhann Haukur Gunnarsson og Aron Ívarsson.
Varamenn í stjórn eru Arndís Einarsdóttir, Kjartan Jónsson, Markús Wilde, Sigmundur Þórir Jónsson og Guðmundur Páll Kjartansson.

Ákveðið var á fundinum að félagið ætti að bjóða fram lista í nafni Pírata í borgarstjórnarkosningum 2014. Kosið verður um listann í netkosningu meðal félagsmanna. Opið er fyrir framboð áhugasamra en tímasetning listakosningar verður nánar auglýst síðar.

Aðild að félaginu er opin öllum sem eru 16 ára á árinu og eldri sem hafa lögheimili eða fasta búsetu í Reykjavík. Félagar í Pírötum í Reykjavík verða sjálfkrafa samhliða því félagar í Pírötum. Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst á reykjavik@piratar.is.

 

piratar-i-reykjavik