Forgangsmál Pírata um gjaldfrjálsan aðgang að fyrirtækjaskrá lagt fram á Alþingi

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir frumvarpi þingflokksins um breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá sem, ef frumvarpið verður samþykkt, gera upplýsingar úr skránni gjaldfrálsar. Er þetta eitt forgangsmál Pírata á þessu þingi.

Breytingin er smávægileg – en áhrifin gríðarleg. Frjálst aðgengi að fyrirtækjaskrá gerir bæði borgurum og fjölmiðlum kleift að sinna betur upplýsingahlutverki sínu, en mikill kostnaður vegna kaupa á ársreikningum og öðrum gögnum úr skránni hefur verið blaðamönnum hindrun í fréttaflutningi af fléttum og hræringum viðskiptalífsinss. Leiða má líkum að því að ótakmarkaður aðgangur að upplýsingum um krosseignatengsl fyrirtækja fyrir hrun  hefði gert fréttaflutning  af hringekjum viðskiptalífisins markvissari.

Stundum veltir lítill steinn þungu hlassi. Þessi lagabreyting er tvímælalaust sá litli steinn sem getur kollvarpað þeirri leyndarhyggju sem hefur ráðið ríkjum í viðskiptalífinu á undanförnum árum. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, því án opins aðgengis að upplýsingunum geta fjölmiðlar ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu – og á meintum “frjálsum markaði” er gott aðgengi að upplýsingum forsenda heilbrigðra viðskiptahátta og samkeppni.

Þingflokkur Pírata vonast eftir góðu samstarfi við aðra flokka á þingi um þetta þjóðþrifamál. 

Texti frumvarpsins:

http://www.althingi.is/altext/14Frumvarp6/s/0175.html

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....