Flugvallarmálin rædd

Pallborðsfundur um flugvallarmál - PíR

Laugardaginn 6. febrúar síðastliðinn var haldin pallborðs-umræða í Tortuga (höfuðstöðvum Pírata að Fiskislóð 31) á vegum Pírata í Reykjavík.

Þar voru í pallborði Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia og Friðrik Pálsson, annar af formönnum samtakanna Hjartað í Vatnsmýrinni.

Fundurinn stóð í rétt rúma tvo tíma og var þétt setinn.

Upptöku af fundinum má sjá hér.

Málefnavinna sem hafin var á síðasta ári mun fara aftur í gang með málefnafundi um flugvallarmál klukkan 8 mánudaginn 22. febrúar í Tortuga.