Fjórir hættir í framkvæmdaráði Pírata

Fjórir meðlimir framkvæmdaráðs Pírata hafa hætt í ráðinu í framhaldi af nýjum úrskurði úrskurðarnefndar sem birtur var í dag.

Kæra var lögð fram undir nafnleynd til úrskurðarnefndar þann 12. janúar þar sem nefndinni var falið að úrskurða hvort það standist lög Pírata um framkvæmdaráð að varaþingmönnum sé stætt að sitja í ráðinu miðað við undangenginn úrskurð nefndarinnar um setu varaþingmanna í stjórn Pírata í Reykjavík. Niðurstaða nefndarinnar þá var að varaþingmenn gætu ekki setið í stjórn PíR.

Úrskurðarnefnd birti úrskurð sinn í dag: „Samkvæmt lögum Pírata 7.5 um framkvæmdarráð geta kjörnir fulltrúar ekki átt sæti í framkvæmdarráði Pírata. Missa þeir því rétt sinn til setu í framkvæmdarráði Pírata svo lengi sem þeir eru varaþingmenn og skulu þeir víkja úr framkvæmdarráði Pírata samstundis.“

Kærandi benti sérstaklega á að í grunnstefnu Pírata stendur „Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast” og tók einnig fram að þó ekki sé þarna um lagagrein að ræða sé þetta eitt af grunngildum hreyfingar Pírata sem berst fyrir valddreifingu og gegn samþjöppun valds á fáar hendur.

Þau Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður, og Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi, hafa því vikið til hliðar. Það gerir einnig Guðrún Ágústa Þórdísardóttir sem var varaþingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi þegar sitjandi framkvæmdaráð var kjörið hefur ákveðið í kjölfar úrskurðar að ljúka störfum í ráðinu. Elsa Kristjánsdóttir hefur sömuleiðis ákveðið að segja sig úr ráðinu, hún er starfandi gjaldkeri framkvæmdaráðs og kemur til með að sinna því hlutverki þar til nýr gjaldkeri finnst. Rannveig Ernudóttir er starfandi formaður framkvæmdaráðs í fjarveru Snæbjörns sem er í leyfi erlendis.

Niðurstöðu úrskurðarnefndar í heild má lesa hér. https://piratar.is/urskurdarnefnd/mal-1-2018-seta-varathingmanna-framkvaemdarradi/

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....