Fjölmenni á kosningagleði Pírata á Kjarvalsstöðum

„Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál“

Píratar í Reykjavík héldu vel heppnaða kosningagleði í dag þar sem kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar var formlega hleypt af stokkunum með stefnumálakynningu sem fór fram á Kjarvalsstöðum fyrir fullum sal.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík, kynnti þrjár víddir Reykjavíkur undir stjórn Pírata sem eru „Fagleg og nútímaleg lýðræðisborg“, „Græn og barnvæn þekkingarborg“ og „Aðgengileg og fjölbreytt mannréttindaborg“ en þær endurspegla kosningaáherslur Pírata sem er að finna í fimm nýjum og metnaðarfullum stefnum Pírata sem unnar hafa verið í aðdraganda kosninganna.

,,Rödd Pírata er nauðsynleg“ – ,,Með meiri styrk getum við gert gott enn betra“

Píratar hafa brátt verið í átta ár við stjórn í Reykjavík sem hluti af meirihluta borgarstjórnar og hafa skilað miklum árangri á líðandi kjörtímabili með því að stórefla lýðræði og gagnsæi í borginni, með tímamótaátaki í stafrænni umbreytingu, stórfelldum breytingum í þágu skaðaminnkunar og umfangsmikilli grænni þróun borgarinnar en borgarfulltrúar flokksins hafa gegnt formennsku í skipulags- og samgönguráði og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði á kjörtímabilinu auk embætti forseta borgarstjórnar. Auk þess hafa Píratar brugðist við af festu þegar erfið mál hafa komið upp eins og með umbyltingu alls stjórnkerfisins í kjölfar braggamálsins, með nýjum reglum um ráðningar æðstu embættismanna eftir að hafa fengið umdeild ráðningu í fangið við upphaf kjörtímabils og með miklu viðhaldsátaki í skólakerfinu upp á 25-30 milljarða á nokkrum árum og nýjum viðbragðsverkferli vegna raka og myglu í kjölfar erfiðra myglumála á kjörtímabilinu.

,,Við erum græn, frjálslynd og réttsýn. Píratar stunda og standa fyrir heiðarleg stjórnmál sem þýðir að við gefum engan afslátt og erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem víkja frá okkar kjarnaprinsippum hvort sem það varðar loftslagsmál, mannréttindamál eða baráttuna gegn spillingu.

Píratar gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við sættum okkur ekki við neitt miðjumoð heldur göngum alla leið og erum trú almannahag. Píratar gera gott betra. Við meinum það sem við segjum og orðum fylgja gjörðir.

Við höfum sýnt það á kjörtímabilinu að við erum leiðtogar í grænu málunum og bregðumst við þegar erfið mál koma upp frekar en að sópa þeim undir teppið.

Við höfum sýnt að við erum traustsins verð, náum miklum árangri í þágu almennings og að okkar stefnur eru ekki bara orð á blaði. Rödd okkar Pírata er nauðsynleg og með meiri styrk getum við gert gott enn betra,“ sagði Dóra Björt í kynningu sinni.

Lesa má allar stefnur Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar hér

Hér eru helstu stefnuáherslur fyrir kosningarnar:

  • Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga.
  • Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögðstjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu.
  • Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitiðtil að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum.
  • Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum.
  • Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun.
  • Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi.
  • Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa.
  • Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“
  • Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann.
  • Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....