Fjármál Reykjavíkurborgar opnuð

Píratar fagna því að Reykjavíkurborg hefur nú gert fjármál sín aðgengileg á opinni síðu á vef borgarinnar. Opnun fjármála borgarinnar er í samræmi við grunnstefnu Pírata í Reykjavík um stjórnsýslu og lýðræði, en þar segir meðal annars að ,,Tryggja beri að upplýsingar um öll útgjöld borgarinnar, dótturfyrirtækja hennar, byggðarsamlaga og ráðstöfun styrkja sem borgin veitir séu gefnar upp. Upplýsingar á rafrænu formi séu settar inn tímanlega og uppfærðar reglulega.” Þetta er stórt skref í átt að því að uppfylla stefnuna – og þess eðlis að auðvelt er að byggja ofan á þetta til að fara alla leið.

Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar og hefur hann unnið að því hörðum höndum að koma þessu til leiða, en opnun fjármála borgarinnar samræmist fullkomlega grunnstefnu Pírata um aðgengi að upplýsingum og gagnsæi. Nánar má lesa um málið í grein sem Halldór Auðar ritaði í Fréttablaðið í dag.

Grein Halldórs í Fréttablaðinu í dag

Opin fjármál Reykjavíkurborgar

Grunnstefna Stjórnsýslu og lýðræðis frá Pírötum í Reykjavík

Grunnstefna Pírata