Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gær, 17. febrúar. Hlutverk félagsins er að standa fyrir málfundum, námskeiðum og fræðslu af ýmsu tagi í þeim tilgangi að efla málefnalega umræðu um femínísk málefni, styðja og efla þá einstaklinga sem starfa innan félagsins.
Fyrsti formaður Femínistafélags Pírata er Dóra Björt Guðjónsdóttir, ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir.