Í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra í vikunni beindu Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Einar Brynjólfsson fyrirspurnum sínum til félags- og jafnréttismálaráðherra annars vegar, og ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra hins vegar.
Fyrir um ári síðan féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem dæmd var ólögleg skerðing atvinnuleysisréttinda til þeirra sem þegar höfðu þegar aflað sér þeirra réttinda. Sérstaklega var tekið fram að slíkt gæti ríkið ekki gert nema gegn brýnum almannahagsmunum. Birgitta Jónsdóttir spurði félagsmálaráðherra hvernig hann hyggðist réttlæta skerðingu á atvinnuleysistryggingum úr 30 mánuðum í 24 mánuði og benti honum á að skert réttindi bæta ekki stöðu atvinnulausra, heldur velta kostnaði vegna þeirra yfir á sveitarfélögin.
Ráðherrann svaraði engu um þá brýnu hagsmuni ríkisins sem réttlættu skerðingu til þeirra sem þurfa á stuðningi að halda.
Einar Brynjólfsson spurði ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra um þær fjárhæðir sem United Silicon hefði fengið í ívilnanir og skattaafslátt frá ríkinu á síðustu þremur árum og bað um skýrslur sem fylgja áttu þeim gjörningum. Ívilnanir þessar geta numið allt að 500 milljónum króna, en fyrir þá upphæð væri hægt að greiða 380 manns atvinnuleysisbætur í sex mánuði.
Svar ráðherrans var einfalt…
…ég hef ekki svar á reiðum höndum.