Píratar XP

Fátt um svör hjá ráðherrum á Alþingi

Í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra í vikunni beindu Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Einar Brynjólfsson fyrirspurnum sínum til félags- og jafnréttismálaráðherra annars vegar, og ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra hins vegar.

Fyrir um ári síðan féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem dæmd var ólögleg skerðing atvinnuleysisréttinda til þeirra sem þegar höfðu þegar aflað sér þeirra réttinda. Sérstaklega var tekið fram að slíkt gæti ríkið ekki gert nema gegn brýnum almannahagsmunum. Birgitta Jónsdóttir spurði félagsmálaráðherra hvernig hann hyggðist réttlæta skerðingu á atvinnuleysistryggingum úr 30 mánuðum í 24 mánuði og benti honum á að skert réttindi bæta ekki stöðu atvinnulausra, heldur velta kostnaði vegna þeirra yfir á sveitarfélögin.

Ráðherrann svaraði  engu um þá brýnu hagsmuni ríkisins sem réttlættu skerðingu til þeirra sem þurfa á stuðningi að halda.

Einar Brynjólfsson spurði ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra um þær fjárhæðir sem United Silicon hefði fengið í ívilnanir og skattaafslátt frá ríkinu á síðustu þremur árum og bað um skýrslur sem fylgja áttu þeim gjörningum. Ívilnanir þessar geta numið allt að 500 milljónum króna, en fyrir þá upphæð væri hægt að greiða 380 manns atvinnuleysisbætur í sex mánuði.

Svar ráðherrans var einfalt…

…ég hef ekki svar á reiðum höndum.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X