Bjorn Levi portraitBjörn Leví sem er í öðru sæti í Suðvestur kjördæmi skrifar áhugaverða grein þar sem hann segir m.a.: Fyrir kosningar heyrast yfirleitt loforð hingað og þangað. Ég veit að þegar ég kaus í fyrsta sinn þá skoðaði ég loforðalistana mjög vandlega og flokkaði út loforð sem mér fannst ýmist fáránlega eða ómöguleg. Eftir þetta hókus pókus taldi ég mig vera kominn með nokkuð góða niðurstöðu og jafnframt ástæðu fyrir því að gefa einum ákveðnum flokki atkvæðið mitt (ég hef ekkert á móti því að tjá mig um það hvaða flokkur það er en ég er að reyna að vera málefnalegur hérna þannig að ég sleppi því). Ég hafði þó í huga að atkvæðið mitt væri í raun gefið með þeim takmörkunum að flokkurinn sem ég kaus færi ekki í samstarf með öðrum ákveðnum flokk, ég giskaði á að það samstarf yrði ekki til. Því miður hafði ég enga stjórn á því og þegar nákvæmlega þeir tveir flokkar hófu saman stjórnarsamstarf fannst mér ég vera svikinn, ekki bara út af þessari ‘varúðarráðstöfun’ heldur líka af því að ýmis ‘loforð’ sem ég kaus fuku hingað og þangað eða umbreyttust í eitthvað sem ég hafði engan áhuga á í gegnum stjórnarsáttmálann. Ég hefði viljað taka atkvæðið mitt til baka … ég var ósáttur við niðurstöðu þessarar ágiskunar.

http://blog.piratar.is/bjornlevi/2013/04/19/ertu-ad-giska/