
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er gestur hlaðvarpsins.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata talar við Oktavíu Hrund um starfið, stjórnmálin og baráttu hennar við að breyta borginni til hins betra. Í þessum þætti Pírataspjallsins ræðir Sigurborg Ósk á opinskáan og einlægan hátt um árekstrana sem hún lendir í daglega í starfinu, ástríðuna sem hún hefur sem Pírati í borginni og trú hennar á að það sé hægt að breyta stjórnmálum á Íslandi.
Þátturinn er fáanlegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify, Apple Podcast, Google Podcasts – fáðu hlaðvarpið strax og það kemur út í snjalltækið þitt. Hægt er að horfa á þáttinn í sjónvarpi Pírata.