Erindreki gagnsæis og samráðs ráðinn hjá Reykjavíkurborg

Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin sem erindreki gagnsæis og samráðs hjá Reykjavíkurborg. Hún mun vinna náið með stjórnkerfis- og lýðræðisráði að auknu gagnsæi og samráði í stjórnsýslu borgarinnar í samræmi við áherslur meirihlutans í borgarstjórn.

Með þessu er uppfyllt það atriði í grunnstefnu stjórnsýslu og lýðræðis hjá Pírötum í Reykjavík að „skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis hjá Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á því að öll gögn sem vísað er í, t.d. í fundargerðum, séu gerð auðsýnileg og aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar við allra fyrsta tækifæri.“ – og gott betur þar sem hér er kominn embættismaður sem ber ekki bara ábyrgð á gagnsæismálum heldur líka samráðsmálum. Lýðræðisumbótasinnar í Reykjavík hafa hér fengið öflugan liðsmann.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....