Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin sem erindreki gagnsæis og samráðs hjá Reykjavíkurborg. Hún mun vinna náið með stjórnkerfis- og lýðræðisráði að auknu gagnsæi og samráði í stjórnsýslu borgarinnar í samræmi við áherslur meirihlutans í borgarstjórn.
Með þessu er uppfyllt það atriði í grunnstefnu stjórnsýslu og lýðræðis hjá Pírötum í Reykjavík að „skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis hjá Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á því að öll gögn sem vísað er í, t.d. í fundargerðum, séu gerð auðsýnileg og aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar við allra fyrsta tækifæri.“ – og gott betur þar sem hér er kominn embættismaður sem ber ekki bara ábyrgð á gagnsæismálum heldur líka samráðsmálum. Lýðræðisumbótasinnar í Reykjavík hafa hér fengið öflugan liðsmann.