Píratar XP

Elsa Kristjánsdóttir nýr framkvæmdastjóri Pírata

Elsa Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Pírata.

Elsa Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Pírata. Yfir 50 umsóknir bárust og sáu Capacent um ráðningarferlið.

Fjármálastýra UN Women á Íslandi

Elsa hefur starfað sem rekstrar og fjármálastýra UN Women á Íslandi síðustu misseri þar sem hún hefur borið ábyrgð á bókhald félagsins, utanumhald um rekstur, skýrslugerð til stjórnar, deilda og höfuðstöðva félagsins í New York og séð um skjölun, rekstrar og fjárhagsáætlanagerð. Elsa hefur einnig unnið sem bókari og í fjármálum hjá Jarðboranir hf. og Guide to Iceland ehf. Elsa er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún hefur ennfremur lokið námi frá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands- rannsóknamiðstöð um stjórnarhætti þar sem hún hlaut titilinn viðurkenndur stjórnarmaður. Elsa stundar nú fjarnám í opinberi stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Grasrót Pírata

Elsa hefur starfað í grasrót Pírata og verið virkur þáttakandi í starfi flokksins síðustu árin. Hún hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstöðum; s.s. formaður fjölmiðlunarhóps, ritari kjördæmafélags, skoðunarmaður reikninga, gjaldkeri framkvæmdaráðs og setið í úrskurðarnefnd.

Starfandi framkvæmdastjóri

Elsa tekur við hlutverki framkvæmdastjóra Pírata sem áður var í höndum Erlu Hlynsdóttur. Elsa Kristjánsdóttir tekur formlega til starfa 1. febrúar 2020. Starfandi framkvæmdastjóri fram að þeim tíma er núverandi upplýsingastjóri Pírata, Róbert Ingi Douglas.

Píratar bjóða Elsu velkomna um borð og óska henni til hamingju með nýja starfið.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X