Einar nýr formaður þingflokks Pírata

Á þingflokksfundi Pírata sem lauk fyrir stundu var einróma samþykkt ný stjórn þingflokksins.

Nýr þingflokksformaður er Einar Brynjólfsson en hann var áður varaformaður. Birgitta Jónsdóttir verður varaformaður í hans stað og Smári McCarthy tekur við sem ritari.

Vinna stendur yfir hjá þingflokknum við endurskipulagningu á hlutverki stjórnar þingflokksins. Ásta Guðrún Helgadóttir sendi frá sér tilkynningu á Facebook fyrr í dag þess efnis að hún hefði stigið til hliðar vegna ágreinings við meirihluta þingflokksins um innra skipulag en ekki er um neinn málefnaágreining að ræða. Ásta Guðrún heldur áfram störfum sem þingmaður Pírata.