Dagskrá aðalfundar Pírata 2019

Aðalfundur Pírata 2019 fer fram helgina 31. ágúst til 1. september og verður haldinn í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla), í Reykjavík.

Skráning á fundinn fer fram rafrænt: Aðalfundur 2019 skráning 

Dagskrá stendur yfir frá klukkan 11:00 til 17:30 báða daga en húsið opnar klukkan 10:00. Á laugardagskvöldið verður skemmtidagskrá sem verður nánar auglýst síðar. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum og við hvetjum þá sem þurfa táknmálstúlk eða rittúlk að senda sem fyrst póst á piratar@piratar.is

Útsending og beint streymi frá fundinum er í boði Hlaðvarps Pírata á Facebook og YouTube. Ársskýrsla framkvæmdaráðs og ársreikningur verða aðgengileg félagsfólki minnst þremur sólarhringum fyrir aðalfund. Við minnum á að opnað hefur verið fyrir framboð í framkvæmdaráð, úrskurðarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga á x.piratar.is.

Frelsi, lög og reglur á tímum tæknivæðingar

Aðalfundur Pírata 2019

LAUGARDAGUR

  • 10:00 Húsið opnar. Morgunverður í boði Pírata
  • 11:00  Fundur settur / fundarstjóri kynnir dagskrá
  • 11:10  Opnunarræða: Eva Pandora Baldursdóttir
  • 11:20  Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf í vinnuhópum – Unnið verður í málefnum eins og afglæpavæðingu og regluvæðingu fíkniefna, höfundaréttarlögum og frelsi á netinu, loftslagsmálum og umhverfismálum.
  • 12:00  Hádegisverður í boði Pírata / Tvær tegundir af súpu, brauð og salat.
  • 13:00  Píratasmiðjan: Skipulagsstarf í vinnuhópum – Unnið í hugmyndum að breytingum á innra skipulagi flokksins.
  • 14:00  KOSNINGAR: Slembivalið í framkvæmdaráð, kynning á frambjóðendum til framkvæmdaráðs, úrskurðarnefndar, kjörstjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  • 14:45  Kaffihlé
  • Kosning hefst á x.piratar.is kl:15:00
  • 15:00  Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf vinnuhópanna um þjóðfélagsmál næstu ára lýkur og eru samantektir afhentar starfsfólki til frekari vinnslu.
  • 16:00  Kynningar: Kynning á félagsstarfi og fundum flokksins í vetur, Kynning á Pírataskólanum, Kynning á Grasrótaranum, UP: Framtíðin og Ungir Píratar
  • 17:00  Leynigestur
  • 17:30  Fundi frestað
  • 20:00 Skemmtidagskrá í húsnæði Garðyrkjufélagsins.
  • 01:00 Húsið lokar

SUNNUDAGUR

  • 10:00  Húsið opnar. Morgunverður í boð Pírata.
  • 11:00  Fundur settur / fundarstjóri kynnir dagskrá
  • 11:10  Framtíðin á Íslandi: Þingflokkur Pírata
  • 11:30  Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf samantekt. Kynning á niðurstöðum málefnastarfs sem fram fór á laugardag og þær lagðar fram til samþykktar.
  • 12:00  Hádegisverður. Pálínuboð (Potluck party).
  • 13:00  Framtíðin í Kópavogi: Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  • 13:15  Framtíðin í Reykjavík: Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
  • 13:30  Framtíðin á Landsbygðinni: 
  • 13:45  Árskýrsla framkvæmdaráðs: Rúnar Björn Herrera, Ársreikningur framkvæmdaráðs: Unnar Þór gjaldkeri framkvæmdaráðs. Spurt og svarað.
  • 14:15:  Kaffihlé
  • 14:30:  Kynningar: Vetrardagskrá PírataTV og Hlaðvarp Pírata kynnt, kynning á nýrri vefsíðu Pírata,
  • 15:00  Kosningu lýkur á x.piratar.is
  • KOSNINGAR: Úrslit kosninga kynnt
  • 15:30  Píratasmiðjan: Skipulagsstarf samantekt: Kynning á niðurstöðum vinnuhóps á skipulagsbreytingum í  innra starfi Pírata.
  • 16:30  Kynningar: Kynning á nýju skráningarformi viðburða í Tortuga, kynning á Jitsi-Meet fjarfundarkerfi Pírata, kynning á streymislausnum aðildarfélaga Pírata
  • 16:50  Samantekt frá fundarstjóra/viðburðarstjóra
  • 17:00  Þökkum sjálfboðaliðum okkar, Heiðursdagskrárliður tileinkuð sjálfboðaliðum flokksins.
  • 17:25  Lokaræða: Sjálfboðaliði á lokaorð kvöldsins
  • 17:30  Fundi slitið

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....