Aðalfundur Pírata 2019 fer fram helgina 31. ágúst til 1. september og verður haldinn í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla), í Reykjavík.
Skráning á fundinn fer fram rafrænt: Aðalfundur 2019 skráning
Dagskrá stendur yfir frá klukkan 11:00 til 17:30 báða daga en húsið opnar klukkan 10:00. Á laugardagskvöldið verður skemmtidagskrá sem verður nánar auglýst síðar. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum og við hvetjum þá sem þurfa táknmálstúlk eða rittúlk að senda sem fyrst póst á piratar@piratar.is
Útsending og beint streymi frá fundinum er í boði Hlaðvarps Pírata á Facebook og YouTube. Ársskýrsla framkvæmdaráðs og ársreikningur verða aðgengileg félagsfólki minnst þremur sólarhringum fyrir aðalfund. Við minnum á að opnað hefur verið fyrir framboð í framkvæmdaráð, úrskurðarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga á x.piratar.is.
Frelsi, lög og reglur á tímum tæknivæðingar
Aðalfundur Pírata 2019
LAUGARDAGUR
- 10:00 Húsið opnar. Morgunverður í boði Pírata
- 11:00 Fundur settur / fundarstjóri kynnir dagskrá
- 11:10 Opnunarræða: Eva Pandora Baldursdóttir
- 11:20 Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf í vinnuhópum – Unnið verður í málefnum eins og afglæpavæðingu og regluvæðingu fíkniefna, höfundaréttarlögum og frelsi á netinu, loftslagsmálum og umhverfismálum.
- 12:00 Hádegisverður í boði Pírata / Tvær tegundir af súpu, brauð og salat.
- 13:00 Píratasmiðjan: Skipulagsstarf í vinnuhópum – Unnið í hugmyndum að breytingum á innra skipulagi flokksins.
- 14:00 KOSNINGAR: Slembivalið í framkvæmdaráð, kynning á frambjóðendum til framkvæmdaráðs, úrskurðarnefndar, kjörstjórnar og skoðunarmanna reikninga.
- 14:45 Kaffihlé
- Kosning hefst á x.piratar.is kl:15:00
- 15:00 Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf vinnuhópanna um þjóðfélagsmál næstu ára lýkur og eru samantektir afhentar starfsfólki til frekari vinnslu.
- 16:00 Kynningar: Kynning á félagsstarfi og fundum flokksins í vetur, Kynning á Pírataskólanum, Kynning á Grasrótaranum, UP: Framtíðin og Ungir Píratar
- 17:00 Leynigestur
- 17:30 Fundi frestað
- 20:00 Skemmtidagskrá í húsnæði Garðyrkjufélagsins.
- 01:00 Húsið lokar
SUNNUDAGUR
- 10:00 Húsið opnar. Morgunverður í boð Pírata.
- 11:00 Fundur settur / fundarstjóri kynnir dagskrá
- 11:10 Framtíðin á Íslandi: Þingflokkur Pírata
- 11:30 Þjóðfélagssmiðjan: Málefnastarf samantekt. Kynning á niðurstöðum málefnastarfs sem fram fór á laugardag og þær lagðar fram til samþykktar.
- 12:00 Hádegisverður. Pálínuboð (Potluck party).
- 13:00 Framtíðin í Kópavogi: Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
- 13:15 Framtíðin í Reykjavík: Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
- 13:30 Framtíðin á Landsbygðinni:
- 13:45 Árskýrsla framkvæmdaráðs: Rúnar Björn Herrera, Ársreikningur framkvæmdaráðs: Unnar Þór gjaldkeri framkvæmdaráðs. Spurt og svarað.
- 14:15: Kaffihlé
- 14:30: Kynningar: Vetrardagskrá PírataTV og Hlaðvarp Pírata kynnt, kynning á nýrri vefsíðu Pírata,
- 15:00 Kosningu lýkur á x.piratar.is
- KOSNINGAR: Úrslit kosninga kynnt
- 15:30 Píratasmiðjan: Skipulagsstarf samantekt: Kynning á niðurstöðum vinnuhóps á skipulagsbreytingum í innra starfi Pírata.
- 16:30 Kynningar: Kynning á nýju skráningarformi viðburða í Tortuga, kynning á Jitsi-Meet fjarfundarkerfi Pírata, kynning á streymislausnum aðildarfélaga Pírata
- 16:50 Samantekt frá fundarstjóra/viðburðarstjóra
- 17:00 Þökkum sjálfboðaliðum okkar, Heiðursdagskrárliður tileinkuð sjálfboðaliðum flokksins.
- 17:25 Lokaræða: Sjálfboðaliði á lokaorð kvöldsins
- 17:30 Fundi slitið