COVID-19 ráðstafanir í Tortuga

Covid-19_Piratar

Kæru Píratar

(English below)

Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19 síðastliðinn föstudag. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni segir að virkjun neyðarstigs hafi ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 28. febrúar sl. Ekki hefur verið lagt á samkomubann.

Þó almennt samkomubann sé ekki í gildi þá hefur sóttvarnalæknir beint tilmælum til fólks að gæta ítrustu varkárni og leggja sitt af mörkum við að hefta útbreiðslu veirunnar. Í Tortuga höfum við gert þær einföldu ráðstafanir að hafa sótthreinsispritt við innganginn, skipta út handklæðum á salernum fyrir einnota pappírsþurrkur ásamt því að hreinsa helstu snertifleti með sótthreinsandi hreinsiefni daglega.

Fundir sem áætlaðir eru í Tortuga í vikunni verða haldnir að óbreyttu, en við vekjum athygli á því að hægt er að sitja alla fundi í fjarfundi í gegnum Jitsi kerfi Pírata.

Þau sem finna fyrir flenslulíkum einkennum eða slappleika og þau sem hafa áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu eða eru í nánum samskiptum við slíka einstaklinga eru beðin að halda sig heima og nýta fjarfundinn til þáttöku.

Einstaklingar með skilgreindir áhættuþætti eru:

  • Aldraðir (því eldri því meiri ástæða til að hafa eftirfarandi í huga)
  • Einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri (þ.m.t. barnshafandi konur og börn sem þetta á við).

Starfsemi í Tortuga helst að öðru leiti óbreytt enn sem komið er, en við fylgjumst vel með leiðbeiningum frá stjórnvöldum og sendum út tilkynningar um leið og breytingar verða á viðbragðsstigi.

Við bendum á upplýsingasíðu Landlæknis um koronaveiruna fyrir nánari upplýsingar https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Kveðja,

Starfsfólk Tortuga

 

English

Dear Pirates

Last Friday The National Police Commissioner raised Iceland’s Civil Protection Emergency level from alert to Emergency/Distress. No ban on public gatherings has been issued.

Despite no ban on public gatherings, Iceland’s Chief Epidemiologist has asked people to pay special attention to hygiene and infection control, including frequent hand washing.

In Tortuga we have made these simple adjustments to our hygiene; we provide hand sanitizers at the door. We now offer disposable paper towels instead of regular towels in the restrooms and staff will sanitize frequently touched surfaces daily.

Scheduled meetings will be held as planned, but members should note that all of the meetings will be available remotely through our Jitsi server. People who feel any flu-like symptoms and those who have any of the defined risk factors for a serious infection or have close contact with susceptible individuals are asked to stay home and utilize the remote meetings for participation.

Individuals with defined risk factors include:

  • Elderly people
  • Individuals with heart disease/hypertension, diabetes, chronic pulmonary disease, chronic kidney disease and cancer.

Office activities and meetings in Tortuga will continue as planned for now, but we will monitor the latest news and instructions from the authorities and keep you updated on any changes.

More information about COVID-19 can be found here: https://www.landlaeknir.is/english/news/

Sincerely,

Tortuga staff

 

FJARFUNDUR OG STREYMI

Fjarfundir (remote meetings): jitsi.piratar.is

Streymi (streaming): www.piratar.is/streymi