Borgarbylting III – Netfundur um menntamál í Reykjavík

Píratar í Reykjavík standa að pallborðsumræðum um mikilvægustu málin í borginni. Fundirnir eru að jafnaði haldnir þriðja laugardag í hverjum mánuði. Næsti fundur fer fram í netfundi næstkomandi laugardag þann 14. nóvember kl 11:00

Borgarbylting III – PISA: Leiðarljós eða villuljós?

Á fundinum verður farið yfir niðurstöður PISA könnunar 2019, hvað megi lesa úr þeim og hvað ekki. Rætt verður um stöðu lestrarkennslu og lesskilnings meðal reykvískra nemenda. Einnig verður farið yfir hver viðbrögð skólakerfisins ættu að vera og hvort þau viðbrögð sem boðuð hafa verið séu sennileg til að skila árangri.

PISA er alþjóðleg könnun á hæfni og námsgetu nemenda í ákveðnum námsþáttum. Hefur, að mörgum þykir, lakur árangur íslenskra barna vakið mikla samfélagslega umræðu um íslenskt menntakerfi. Er ástæða til að umturna viðmiðunarnámskrá grunnskóla eins og menntamálaráðherra hefur lagt til eða eru aðrar leiðir betri? Er PISA upphaf og endir alls gæðamats skólakerfisins? Hvert stefnum við?

Til að fjalla um PISA og íslenskt skólakerfi mætir öflugt fólk til leiks:

  • Dröfn Rafnsdóttur, deildarstjóri í Miðju máls og læsis, sem er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi mál og læsi.
  • Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindavið Háskóla íslands.
  • Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Í kjölfarið verður tækifæri til samtals um málefnið með þátttöku fundargesta.
Öll hjartanlega velkomin!
Fundinum verður einnig streymt á Facebook.

Fundasyrpan er á vegum Pírata í Reykjavík en fundurinn fer fram í fjarfundi.

Skráðu þig hér.

Frummælendur:

Dröfn Rafnsdóttir, deildarstjóri Miðju máls og læsis.

Dröfn Rafnsdóttir er grunnskólakennari í grunninn, með meistaragráðu í stjórnun menntastofnanna með sérstaka áherslu á starfsþróun kennara.
Dröfn hefur starfað við kennslu frá 1991 bæði sem tónlistarkennari og grunnskólakennari og svo síðar sem aðstoðarskólastjóri. Frá árinu 2008 hefur hún starfað sem kennsluráðgjafi og nú sem deildarstjóri ráðgjafateymis.
Ræðir um mikilvægi Miðju máls og læsis í því að ná árangri í lestri.

Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindavið Háskóla íslands.

Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor við Menntavísindavið Háskóla íslands  á sviði menntaforystu og skólaþróunar. Hún hefur starfað í menntakerfinu sem grunnskólakennari,  ráðgjafi, stjórnandi og rannsakandi. Rannsóknir hennar beinast einkum að gæðum kennslu  og umbótastarfi í menntakerfinu.

Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.

Alexandra Briem er fulltrúi Pírata í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur og varaformaður ráðsins. Hún mun fara yfir umræðuefni fundarins, fjalla almennt um PISA og hvað megi læra af slíkum prófum, ásamt því að ræða um tillögu menntamálaráðherra að nýrri viðmiðunarstundaskrá grunnskóla.