Píratar í Reykjavík standa að pallborðsumræðum og málefnafundum um mikilvægustu málin í borginni, Borgarbylting 2020. Fundirnir verða haldnir þriðja laugardag í hverjum mánuði fram á vor. Fyrsti fundurinn fer fram á morgun (laugardagurinn 18. janúar) klukkan 11 til 13.00 í félagsheimili Pírata í Síðumúla 23 (gengið inn Selmúla megin). Kaffi og veitingar verða í boði.
Borgarbylting 01 – Lýðræði í orði og á borði – hvar erum við stödd og hvert eigum við að stefna?
Aðgengileg borg þar sem raddir borgaranna fá að heyrast er lýðræðisleg borg. Undanfarin ár hefur þróun lýðræðismála í Reykjavík verið á fleygiferð og ýmislegt sem gert hefur verið er orðið að fyrirmynd erlendra stórborga í sinni lýðræðisþróun. Hvaða hlutverk hefur tækniþróun í styrkingu lýðræðisins? Er beint lýðræði með íbúakosningum upphaf og endir alls lýðræðis? Hvernig kemur gagnsæi svo inn í þessa jöfnu og hvar stendur Reykjavík í gagnsæismálum? Þetta og margt fleira verður rætt á þessum fyrsta fundi Pírata í Reykjavík í fundarröðinni Borgarbylting.
Pallborðsþáttaendur:

Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Eva hefur rannsakað málefni tengd sveitarfélögum og situr fyrir hönd Íslands í sérfræðingahópi sveitarstjórnarþings evrópuráðsins. Eva situr jafnframt fyrir hönd Íslands í sérfræðingahópi sveitarstjórnarþings evrópuráðsins í málefnum Evrópusáttmálans um sjálfstjórn sveitarfélaga (Group of independent experts on the European Charter of local self-government (GIE). Hún er einnig rannsóknarstjóri nýstofnaðs Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál.

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri í Íbúar, Samráðslýðræði ses.
Róbert er frumkvöðull sem tengdi almenning á Íslandi við Internetið árið 1993 og almenning í Danmörku 1995. Áður en hann stofnaði Íbúa ses vann hann í leikjaiðnaðinum í San Francisco og London þar sem teymi hans unnu til fjölda verðlauna, þar á meðal BAFTA verðlauna árin 2004 og 2005.

Christina Milchner, community and labor organizer.
Christina Milcher has experience in labor and community organizing and a background in development studies. As an immigrant to Iceland for a total of 15 years and still no right to vote, she has a particular interest in improving access to democratic processes for marginalized groups.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.
Áhorfendum gefst kostur að spyrja spurninga eftir pallborðið og einnig verður fundinum streymt á youtube rás Pírata hér: www.youtube.com/piratarxp
Kaffi og veitingar verða í boði fyrir gesti, verið öll velkomin.
ljósmynd af Evu Marín ©Kristinn Ingvarsson