Borgarbylting 2020 hefst á morgun!

Píratar í Reykjavík standa að pallborðsumræðum og málefnafundum um mikilvægustu málin í borginni, Borgarbylting 2020. Fundirnir verða haldnir þriðja laugardag í hverjum mánuði fram á vor. Fyrsti fundurinn fer fram á morgun (laugardagurinn 18. janúar) klukkan 11 til 13.00 í félagsheimili Pírata í Síðumúla 23 (gengið inn Selmúla megin). Kaffi og veitingar verða í boði.

Borgarbylting 01 – Lýðræði í orði og á borði – hvar erum við stödd og hvert eigum við að stefna?

Aðgengileg borg þar sem raddir borgaranna fá að heyrast er lýðræðisleg borg. Undanfarin ár hefur þróun lýðræðismála í Reykjavík verið á fleygiferð og ýmislegt sem gert hefur verið er orðið að fyrirmynd erlendra stórborga í sinni lýðræðisþróun. Hvaða hlutverk hefur tækniþróun í styrkingu lýðræðisins? Er beint lýðræði með íbúakosningum upphaf og endir alls lýðræðis? Hvernig kemur gagnsæi svo inn í þessa jöfnu og hvar stendur Reykjavík í gagnsæismálum? Þetta og margt fleira verður rætt á þessum fyrsta fundi Pírata í Reykjavík í fundarröðinni Borgarbylting.

Pallborðsþáttaendur:

Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Eva hefur rannsakað málefni tengd sveitarfélögum og situr fyrir hönd Íslands í sérfræðingahópi sveitarstjórnarþings evrópuráðsins. Eva situr jafnframt fyrir hönd Íslands í sérfræðingahópi sveitarstjórnarþings evrópuráðsins í málefnum Evrópusáttmálans um sjálfstjórn sveitarfélaga (Group of independent experts on the European Charter of local self-government (GIE). Hún er einnig rannsóknarstjóri nýstofnaðs Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál.

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri í Íbúar, Samráðslýðræði ses.

Róbert er frumkvöðull sem tengdi almenning á Íslandi við Internetið árið 1993 og almenning í Danmörku 1995. Áður en hann stofnaði Íbúa ses vann hann í leikjaiðnaðinum í San Francisco og London þar sem teymi hans unnu til fjölda verðlauna, þar á meðal BAFTA verðlauna árin 2004 og 2005.

Christina Milchner, community and labor organizer.

Christina Milcher has experience in labor and community organizing and a background in development studies. As an immigrant to Iceland for a total of 15 years and still no right to vote, she has a particular interest in improving access to democratic processes for marginalized groups.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.

Áhorfendum gefst kostur að spyrja spurninga eftir pallborðið og einnig verður fundinum streymt á youtube rás Pírata hér: www.youtube.com/piratarxp

Kaffi og veitingar verða í boði fyrir gesti, verið öll velkomin.

ljósmynd af Evu Marín ©Kristinn Ingvarsson

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....