Boðun aðalfundar Pírata í Reykjavík

Píratar í Reykjavík boða til aðalfundar þann 11. október næstkomandi, kl 16:00 í Múltíkúltí að Barónsstíg 3.

5.4. Dagskrá aðalfundar skal skv. lögum félagsins vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar
6. Kosning varamanna í stjórn
7. Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga
8. Kosning í önnur embætti samkvæmt lögum þessum
9. Önnur mál

  • Píratar í meirihlutasamstarfi
    Halldór Auðar Svans, borgarfulltrúi, Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi og borgarpíratarnir kynna áherslumál sín og starf komandi vetrar.
  • Starf PíR – Hvert skal stefnt
    Þórlaug Ágústsdóttir, Kafteinn Pírata í Reykjavík

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en til að rafræn kosning sé möguleg lýkur framboðsfresti til stórnar hálftíma eftir að fundur er settur (16:30) og stendur kosning yfir til kl. 18:00.

Undir liðnum önnur mál verður m.a.

Sjá nánari upplýsingar um framboð til stjórnar, lagabreytingartillögur o.s.frv. í lögum félagsins.

Lög Pírata í Reykjavík

Erindi til Pírata í Reykjavík sendist á reykjavik@piratar.is
Framboð til stjórnar eru tilkynnt sjálfvirkt í gegnum kosningakerfi pírata x.piratar.is.

Tekið er við framboðum til kl. 16:30 (hálftíma eftir að fundur hefst) og stendur kjör yfir til kl. 18:00.
Tilkynna framboð hér:
https://x.piratar.is/polity/102/election/18/

Frambjóðendum er bent á að nota “Um mig” til að kynna sjálfa sig og vísa á frekara kynningarefni.

Tillögur að lagabreytingum:

https://www.piratenpad.org/p/AdalfundurPir2014

———–

Félagsfundur Pírata í Reykjavík

Boðað er til félagsfundar Pírata í Reykjavík föstudaginn 26. september næstkomandi kl. 17:00 í Háskólatorgi (Hámuhlutanum)

Á dagskrá er tillaga um samþykkt fundarins á skoðunarmönnum reikninga, sem fara m.a. yfir uppgjör kosningabaráttunnar þ.e. endurskoðendur þeirra gagna sem verða lögð fram um bókhald félagsins á aðalfundi.

Á sama stað í beinu framhaldi er vikulegur vinnufundur borgar-Pírata.