Píratar XP

Boðað til aukaaðalfundar Pírata

Boðað er til aukaaðalfundar Pírata laugardaginn laugardaginn 23. febrúar klukkan 14:00 – 16:00. Fundurinn fer fram í Tortuga, höfuðstöðvum Pírata í Reykjavík, Síðumúla 23 – gengið inn Selmúlamegin.

Dagskrá aukaaðalfundar snýst um kjör á nýjum meðlimum inn í framkvæmdaráð en fylla þarf í fimm sæti – kosið verður i fjögur sæti og slembivalið í eitt. Samkvæmt lögum Pírata skulu tíu manns skipa framkvæmdaráð en nú sitja þar aðeins sex. Steinar Guðlaugsson sem var slembivallinn lætur af setu í ráðinu á aukaaðalfundinum og því þarf fimm nýja meðlimi.
Framkvæmdaráð Pírata fer með almenna stjórn og rekstur félagsins.

Opnað verður fyrir framboð til setu í framkvæmdaráði í dag, 2.febrúar. Frambjóðendur tilkynna um framboð sitt í gegn um kosningakerfi Pírata, x.piratar.is. Lokað verður fyrir framboð 16. febrúar klukkan 23:59, viku fyrir aukaaðalfundinn. Opnað verður fyrir kosningu í kosningakerfi Pírata föstudaginn 22. febrúar klukkan 15.30 og verður opið fyrir kosningu í sólarhring, til klukkan 15.30 þann 23. febrúar. Úrslit verða kynnt á aðalfundinum um leið og þau eru ljós.

Frambjóðendur munu fá tækifæri til þess að kynna sig á aukaaðalfundinum en frambjóðendur eru hvattir til að nýta fjölbreytilegar leiðir til að kynna sig fram að fundinum, til að mynda með myndböndum. Þeir munu njóta aðstoðar starfsfólks flokksins við gerð kynningarefnis.

Vegna slembivals vekjum við sérstaka athygli á því að lög Pírata gera ráð fyrir að aðeins aðalfundargestir komi til greina i slembivalinu nema fjarstaddir félagmenn sem hafa áður komið yfirlýsingu á framfæri að þeir vilji að sitt nafn sé í pottinum, samanber lagagrein 4.17 þar sem segir:

„Eingöngu viðstaddir félagsmenn skulu vera í slembivölum og teljast þeir vera í því nema þeir komi á framfæri yfirlýsingu um annað. Fjarstaddur félagsmaður skal þó eiga rétt á að vera í slembivali komi hann á framfæri tilkynningu til framkvæmdaráðs eða aðalfundar skýrri og ótvíræðri yfirlýsingu um að vera í því og skal þá réttilega álitið að hann samþykki þær stöður sem hann hlýtur á grundvelli þess. …“

Félagsmenn sem hafa verið skráðir í félagið í 30 daga eða lengur, aðrir en kjörnir fulltrúar, geta átt sæti í framkvæmdaráði. Þó skal enginn sitja í framkvæmdaráði lengur en tvö kjörtímabil samfleytt.

Frambjóðendur skulu birta hagsmunaskráningu minnst einni viku fyrir aðalfund.

Áhugasamir sem vilja nánari upplýsingar um hvað felst í setu í framkvæmdaráði geta haft samband við framkvæmdaráð á póstfangið framkvaemdarad@piratar.is eða framkvæmdastjóra flokksins, Erlu Hlynsdóttir, erla@piratar.is

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X