Í ljósi þess að meðalaldur félagsmanna í Pírötum er um 34 ár og að tæp 69% meðlima flokksins gætu haft rétt á að vera meðlimir í ungliðahreyfingum á borð við SUS, UJ og SUF gæti stofnun sérstakrar ungliðahreyfingar komið á óvart.
Píratar eru með flatan strúktúr, þannig að aðaltilgangurinn með stofnuninni er að fá aðgang að vettvöngum til tengslamyndana og samstarfs með öðrum ungliðahreyfingum bæði hér heima og erlendis og taka þátt í því sem á sér stað þar.
Fyrr í mánuðinum voru stofnuð evrópusamtök ungra Pírata, Young Pirates of Europe, en Ungir Píratar á Íslandi munu að öllum líkindum sækja um aðild að þeim samtökum strax eftir stofnun.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á fundinn, þó að eingöngu félagsmenn í Pírötum 30 ára og yngri geta verið félagsmenn og þar með með haft atkvæði á fundinum.