Píratar XP

Boðað hefur verið til stofnfundar Ungra Pírata

Í ljósi þess að meðalaldur félagsmanna í Pírötum er um 34 ár og að tæp 69% meðlima flokksins gætu haft rétt á að vera meðlimir í ungliðahreyfingum á borð við SUS, UJ og SUF gæti stofnun sérstakrar ungliðahreyfingar komið á óvart.

Píratar eru með flatan strúktúr, þannig að aðaltilgangurinn með stofnuninni er að fá aðgang að vettvöngum til tengslamyndana og samstarfs með öðrum ungliðahreyfingum bæði hér heima og erlendis og taka þátt í því sem á sér stað þar.

Fyrr í mánuðinum voru stofnuð evrópusamtök ungra Pírata, Young Pirates of Europe, en Ungir Píratar á Íslandi munu að öllum líkindum sækja um aðild að þeim samtökum strax eftir stofnun.

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir á fundinn, þó að eingöngu félagsmenn í Pírötum 30 ára og yngri geta verið félagsmenn og þar með með haft atkvæði á fundinum.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X