Píratar XP

Bjarni Benediktsson hættir við að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar

Nefndarmönnum efnahags- og viðskiptanefndar bárust í dag þær fregnir að forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hyggst ekki koma á fund nefndarinnar til þess að ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um mat á umfangi eigna Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherra telur sig ekki hafa meira um málið að segja á þessu stigi enda hafi hann tjáð sig um málið opinberlega. Ennfremur lýsti forsætisráðherra sig reiðubúinn til þess að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis eftir að þingið kæmi saman 24. janúar nk.

Fulltrúi Pírata í efnahags- og viðskiptanefnd, Smári McCarthy, sendi eftirfarandi svar til nefndarmanna þegar þessi tíðindi bárust nefndinni:

“Mér finnst algjörlega ótækt að forsætisráðherra vilji ekki gera grein fyrir verkum sínum fyrir nefndinni. Með slíkri neitun vegur hann að eftirlitshlutverki Alþingis. Það að hafa veitt fjölmiðlum svör er allt annað en að hafa veitt þinginu viðunandi svör. Ég ítreka því ósk um fund með forsætisráðherra vegna málsins.”
Í ljósi þess að umboðsmaður hafnar að taka fyrir meint brot fjármálaráðherra gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum er nauðsynlegt að ráðherra standi fyrir verkum sínum gagnvart þinginu.
Þingflokkur Pírata mun funda um málið á morgun en Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata tekur undir þá ósk Smára McCarthy að forstætisráðherra mæti á fund efnahags- og viðskiptanefndar og standi fyrir máli sínu:
“Það er sjálfsögð krafa að ráðherra gegni lögbundnu hlutverki sínu gagnvart þinginu og skylda þingmanna að veita framkvæmdavaldinu aðhald, eins og lög gera ráð fyrir, í þeim tilgangi að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna”.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X