Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, verður gestur í þættinum The streem sem sendur er út í beinni útsendingu á alþjóðlegu sjónvarpsstöðinni Al Jazeera kl. 19.32 (GMT) í kvöld.
Í þættinum verður sjónum beint að auknum áhrifum stórra netfyrirtækja á efnahags- og samfélagslegar breytingar um allan heim. Sérstaklega verður rætt um þær leiðir sem fyrirtæki, á borð við Google og Facebook, fara til að safna og nota upplýsingar og gögn sem stafa frá notendum þessara vefja, og hvort ástæða sé til aukinnar lagasetningar til að vernda friðhelgi einkalífs netnotenda.
Horfa má á þáttinn í beinni útsendingu hér: http://stream.aljazeera.com/