Píratar XP

Bíó í boði þingflokks Pírata

Áhugaverð heimildamynd um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á nýrri öld upplýsinga og hvernig nauðsynlegt er að standa vörð um mannréttindi og lýðræðið, verður sýnd í boði þingflokks Pírata í Bíó Paradís n.k. laugardag, 18. febrúar kl 14:00.

Heimildarmyndin DEMOCRACY veitir innsýn í starf stjórnmálamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum  – og hvað er í húfi, ef við tökum ekki á þessum málum og krefjumst þess að friðhelgi einkalífs og lýðræði verði í heiðri höfð. Þar sem upplýsingar og gögn eru hin”nýja olía”, er gagnavernd nú  “mengunarstjórnun”  nýrra tíma.

Eftir sýninguna vera pallborðsumræður  um efni myndarinnar og tækifæri gefst fyrir spurningar frá áhorfendum.
Þátttakendur í panel verða:
Julia Reda, þingmaður Evrópuþingsins fyrir Pírata
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og aktívisti
Oktavía Hrund Jónsdóttir, sérfræðingur á sviði upplýsingaöryggis og gagnverndar og varaþingmaður Pírata

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mun stýra umræðunum.


Nánari upplýsingar um myndina er að finna á imdb:
http://www.imdb.com/title/tt5053042/

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X