Betri aðalfundur 2015


Píratar buðu öllum félagsmönnum að taka þátt í móta pólitíska umræðu á Aðalfundinum okkar á vefnum Betri Aðalfundur 2015. Þrjú efstu málin voru síðan rædd á laugardag og síðan ályktað um þau seinnipartinn á sunnudeginum. Ályktanirnar verða birtar um leið og þær hafa verið bornar upp á fundinum.

1. Nýja stjórnarskráin fékk 100 atkvæði
Í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 hófst mikil umræða um nauðsyn þess að búa til nýjan samfélagssáttmála sem endurspegla átti vilja þjóðarinnar með gerð nýrrar stjórnarskrár. Ferlið hófst og reynt var virkja sem flesta með. Alþingi kallaði eftir vilja þjóðarinnar um framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu og fékk afgerandi niðurstöðu sem síðan var hunsuð. Nútímaleg stjórnarskrá sem færir m.a, valdið til fólksins var stungið undir stól ráðamanna. Tími kominn til að virða vilja þjóðarinnar.

2. Lýðræðisefling á öllum stjórsýslustigum fékk 67 atkvæði
Aðkoma almennings að ákvörðunum teknum af ríki, sveitarfélögum og byggðasamlögum (n.k. fylkjum) er lítil. Aðgengi og aðgangur eru almennt slæm, erfitt er að nálgast upplýsingar um hvernig kaupin ganga á eyrinni og þar með hafa áhrif á framvindu mála. Þessu geta Píratar breytt og haft stuðning af núliggjandi gögnum í þeirri vinnu. Tillagan er sú að við vinnum upp ramma, nokkurs konar lýðræðisgleraugu, sem hægt er að beita hvar sem er í stjórnkerfinu til að meta lýðræðisstig þess og koma á úrbótum.3. Kosningaþátttaka ungs fólks fékk 51 atkvæði Það er forgangsmál að fá ungt fólk til að nýta kosningarétt sinn. Leiða má líkum að því að kjarnafylgi Pírata sé meðal ungra kjósenda. Það er einnig fólkið sem lætur síður hræða sig frá því að kjósa Pírata. Á sama tíma er það fólkið sem er líklegast til að “sitja heima” á kjördag.

Finna þarf nýjar og snjallar hugmyndir og hvata til að koma fólki á kjörstað. Eru Píratar tilbúnir að kosta til vinnu og fjármagni við slíkt?

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....