Hvernig gerum við Ísland að öflugasta nýsköpunarlandi heims? Eigum við að styðja við frumkvöðla og hvernig er best að gera það? Hvar liggja tækifæri Íslands í heimi þar sem staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli?
Þessum spurningum og fleirum verður reynt að svara á Nýsköpunarþingi Pírata, sem fram fer í dag. Píratar eru flokkur framtíðarinnar og hafa frá fyrsta degi lagt ríka áherslu á mikilvægi nýsköpunar fyrir fjölbreytt, stöðugt og framtíðarvænt atvinnulíf.
Nýsköpunarþing Pírata hefst klukkan 17 í dag og verður í beinni útsendingu á piratar.tv. Á þessu nýsköpunarþingi munum við heyra frá ýmsum aðilum úr nýsköpunarsamfélaginu um hvað þau telja að gera þurfi til þess að styðja betur við og auka nýsköpun á Íslandi. Eftir stuttar framsögur verða umræður og gefst áhorfendum kostur á að leggja fram spurningar. Fundarstjórn er í höndum þeirra Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Gísla Rafns Ólafssonar, frambjóðanda Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Framsögur í fremstu röð
Framsögufólkið á þinginu er ekki af verri endanum:
- Tóti Stefánsson, frumkvöðull og annar stofnenda Mobilitus
- Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack og stjórnarformaður Kríu
- Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastýra Icelandic Startups
- Ragnhildur Ágústsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Icelandic Lava Show
- Eyþór Máni Steinarsson, frumkvöðull, framkvæmdastjóri Hopp og frambjóðandi Pírata í Suðurkjördæmi
- Helga Valfells, fjárfestir og stofnandi Crowberry Capital
- Dr. Bergur Sigfússon, Yfirmaður CO2 föngunar og niðurdælingu hjá CarbFix. Bergur er jarðefnafræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af nýsköpun og tækniþróun í tengslum við föngun CO2 og niðurdælingu sem og af jarðhitavirkjunum.
- Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykavíkurborgar.
- Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Sem fyrr segir hefst Nýsköpunarþing Pírata klukkan 17 og má horfa á það hér að ofan eða með því að smella hér. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.