Frumkvöðlar fjölmenna á nýsköpunarþing Pírata

Bein útsending frá Nýsköpunarþingi Pírata klukkan 17 í dag.

Hvernig gerum við Ísland að öflugasta nýsköpunarlandi heims? Eigum við að styðja við frumkvöðla og hvernig er best að gera það? Hvar liggja tækifæri Íslands í heimi þar sem staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli?

Þessum spurningum og fleirum verður reynt að svara á Nýsköpunarþingi Pírata, sem fram fer í dag. Píratar eru flokkur framtíðarinnar og hafa frá fyrsta degi lagt ríka áherslu á mikilvægi nýsköpunar fyrir fjölbreytt, stöðugt og framtíðarvænt atvinnulíf.

Nýsköpunarþing Pírata hefst klukkan 17 í dag og verður í beinni útsendingu á piratar.tv. Á þessu nýsköpunarþingi munum við heyra frá ýmsum aðilum úr nýsköpunarsamfélaginu um hvað þau telja að gera þurfi til þess að styðja betur við og auka nýsköpun á Íslandi. Eftir stuttar framsögur verða umræður og gefst áhorfendum kostur á að leggja fram spurningar. Fundarstjórn er í höndum þeirra Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Gísla Rafns Ólafssonar, frambjóðanda Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Framsögur í fremstu röð
Framsögufólkið á þinginu er ekki af verri endanum:

  • Tóti Stefánsson, frumkvöðull og annar stofnenda Mobilitus
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack og stjórnarformaður Kríu
  • Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastýra Icelandic Startups
  • Ragnhildur Ágústsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Icelandic Lava Show
  • Eyþór Máni Steinarsson, frumkvöðull, framkvæmdastjóri Hopp og frambjóðandi Pírata í Suðurkjördæmi
  • Helga Valfells, fjárfestir og stofnandi Crowberry Capital
  • Dr. Bergur Sigfússon, Yfirmaður CO2 föngunar og niðurdælingu hjá CarbFix. Bergur er jarðefnafræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af nýsköpun og tækniþróun í tengslum við föngun CO2 og niðurdælingu sem og af jarðhitavirkjunum.
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykavíkurborgar.
  • Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Sem fyrr segir hefst Nýsköpunarþing Pírata klukkan 17 og má horfa á það hér að ofan eða með því að smella hér. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....