Á baráttudegi verkalýðsins nýta Píratar í Norðvesturkjördæmi tilefnið til að vekja athygli á stöðu hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði, en þau eru enn án kjarasamnings. Á sama tíma hefur meirihluti Alþingis hækkað sín eigin laun um tæplega 70 þúsund krónur á mánuði.
Greinin birtist fyrst á facebook-síðu Pírata í Norðvesturkjördæmi
“Þessi niðurstaða kom fáum á óvart, því miður”
Nú hafa hjúkrunarfræðingar fellt samning sem FÍH og ríkið skrifuðu undir þann 10. apríl. Sú niðurstaða kom fáum á óvart, því miður.
Þegar sá samningur var skoðaður nánar, voru margir sem bjuggust við því að samningurinn yrði feldur því þó að í honum væru skref í rétta átt þá var hann einfaldlega ófullnægandi. Þar voru vissulega hækkanir og réttindaaukning, en á kostnað t.d. matar og kaffitíma. Hjúkrunarfræðingar í dagvinnu gætu þannig lækkað í launum, við margrómaða styttingu vinnuviku.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum? Með því að fara í harðar samningaviðræður við hjúkrunarfræðinga og koma með fánýtar lausnir við þeim vanda sem blasa við?
Með því að þreyta FÍH þangað til að þau skrifa undir samning sem er algjört lágmark?
Erum við að fara að horfa á lokanir deilda í sumar, eins og síðustu ár, því illa gengur að manna stöður hjúkrunnarfræðina?
Á Íslandi er gott heilbrigðiskerfi á alþjóðlegum mælikvarða og það er fólkið innan kerfissins sem gerir það gott. Til þess að styrkja kerfið þarf að styrkja við fólkið, mannauðinn. Fólkið er auðlind. Þar má þó hrósa því að inn í þessum saming var gert ráð fyrir endurmenntun, sem er nauðsynlegur hluti starfa innan heilbrigðisgeirans. Sem við viljum jú að uppfæri sína þekkingu, svo VIÐ fáum bestu mögulegu umönnun, eða hvað?
Til að vitna í orð FÍH
“Hvernig verður staðan í íslensku heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga? Eru skilaboð stjórnvalda til hjúkrunarfræðinga; „Það er ekki hægt að semja við ykkur en á sama tíma eruð þið ómissandi?“”
Þurfum við að minna á fáránleikan þegar bornar eru saman hækkanir ráðamanna og nýfellds samnings ríkis og FÍH?
Við ættum ekki að þurfa það því Píratar hafa jú farið í ponntu á Alþingi til að benda á fáránleikan!
En við gerum það nú samt:
“Taxtahækkun hjúkrunarfræðinga ein og sér er 68 þúsund krónur á fjórum árum, en til samanburðar fá þingmenn rúmlega 69 þúsund króna hækkun á þingfararkaupi, samkvæmt hækkun sem átti að eiga sér stað um áramót.”
Og:
Launahækkun ráðamanna
Vísitölubundin launahækkun þingmanna, ráðherra og embættismanna átti að eiga sér stað um síðustu áramót en hafa þó ekki komið til framkvæmda.
Forseti Íslands: 188.055 kr.
Þingfararkaup: 69.375 kr.
Forsætisráðherra: 127.375 kr.
Ráðherrar aðrir: 115.055 kr.
Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti: 114.510 kr.
Ráðuneytisstjórar aðrir: 108.701 kr.
* Athuga ber að engar breytingar eru á vinnutíma eða álagi í hækkun æðstu embættis- og stjórnmálamanna, ólíkt hjúkrunarfræðingum.
Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið, ekki bara af því að þau hafa sannað virði sitt í “fordæmalausa ástandinu” heldur af því að ÞAU EIGA BARA BETRA SKILIÐ!