Home Fréttir Bæjarstjórnarbarátta Kópavogs hefst í dag með burger og bjór!

Bæjarstjórnarbarátta Kópavogs hefst í dag með burger og bjór!

0
Bæjarstjórnarbarátta Kópavogs hefst í dag með burger og bjór!

Kosningabarátta Pírata í Kópvogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 hefst í dag með stefnumálakynningu frambjóðenda. Kynningin hefst kl 18.00 á Mossley, Borgarholtsbraut 19 í Kópavogi. Kynntar verða áherslur Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar og farið yfir stefnur flokksins.

Burger, bjór og pub quiz með Heklu Elísabetu

Eftir kynninguna bjóðum við uppá hamborgara og drykki og spjall við frambjóðendur okkar. Kvöldið endar svo á pub quiz með Heklu Elísabetu uppistandara. Því fleiri kunnugleg og ný andlit sem við sjáum, því glaðari verðum við!

Píratískir sjálfboðaliðar

Það verður nóg af verkefnum og viðburðum framundan svo nú þurfum við allar hendur upp á dekk! Þau sem hafa tíma aflögu á næstu vikum og geta aðstoðað okkur í kosningabaráttunni eru beðin um að skrá sig sem Grasrótara á sjálfboðaliðaforminu á vefsíðu Pírata.

Meðal verkefna sem verða í boði:

  • Standa vaktina og baka vöfflur á 1. maí
  • Baka brauðtertur
  • Spjalla eftir handriti við kjósendur í gegnum símaver
  • Aðstoða á viðburðum
  • Og fleira, og fleira skemmtilegt!

Við hlökkum til að sjá þig á morgun eða síðar í kosningabaráttunni!

Heiðarleg stjórnmál takk, X við Pírata!

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here