Auka-aðalfundur PíR

0 09/01/2018

Kæru félagar.

Stjórn Pírata í Reykjavík hefur boðað til auka-aðalfundar laugardaginn 13. janúar klukkan 14:00.
Fundurinn var auglýstur á heimasíðu félagsins í lok nóvember síðastliðnum: https://piratar.is/frettir/stjorn-pir-bodar-til-auka-adalfundar/

Tilefni fundarins er að kjósa nýja stjórn til að endurnýja umboð eftir niðurstöðu úrksurðarnefndar eins og kemur fram í greininni að ofan.
Fráfarandi stjórn hvetur sem flesta til að bjóða sig fram til að taka þátt í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan á árinu.

Kjörgengur til stjórnar félagsins er hver sá aðili sem skráður er í félagið og gegnir ekki kjörnum embættum til sveitarstjórnar eða Alþingis.
Framboð eru skráð á x.piratar.is þar sem frambjóðendur geta sett inn kynningu á sjálfum sér og sínum áherslum.

Fundarstaður:
Tortuga, Síðumúla 23.
Laugardagur 13. janúar 2018.

Dagskrá fundarins:
14:00 Kosning fundarstjóra og fundarritara.
14:10 Halldór Auðar Svansson segir frá starfi borgarstjórnarflokksins á kjörtímabilinu.
14:30 Kosning hefst – framboðsfresti lýkur.
14:31 Kynning frambjóðenda.
15:00 Helgi Hrafn ávarpar fundinn.
15:15 Hlé – pizza í boði.
15:30 Kosningu lýkur – úrslit kynnt og fundi slitið.

Fundurinn verður í streymi – https://business.facebook.com/173490016118090/videos/1213600528773695/

Hver frambjóðandi mun fá 90 sekúndur til að kynna sig á fundinum. Eftir það verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Þeir frambjóðendur sem geta ekki verið viðstaddir á fundinum geta sent  stutta kynningu á reykjavik@piratar.is sem verður lesin upp.
Einnig er hægt að tilnefna eigin fulltrúa til að lesa upp kynningu sína og skal þá frambjóðandi senda nafn fulltrúans á reykjavik@piratar.is.

Opnað hefur verið fyrir framboð á kosningakerfi félagsins: https://x.piratar.is/polity/102/election/63/

Kær kveðja,
Stjórn Pírata í Reykjavík.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....