Píratar XP

Auka-aðalfundur PíR

0 09/01/2018

Kæru félagar.

Stjórn Pírata í Reykjavík hefur boðað til auka-aðalfundar laugardaginn 13. janúar klukkan 14:00.
Fundurinn var auglýstur á heimasíðu félagsins í lok nóvember síðastliðnum: https://piratar.is/frettir/stjorn-pir-bodar-til-auka-adalfundar/

Tilefni fundarins er að kjósa nýja stjórn til að endurnýja umboð eftir niðurstöðu úrksurðarnefndar eins og kemur fram í greininni að ofan.
Fráfarandi stjórn hvetur sem flesta til að bjóða sig fram til að taka þátt í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan á árinu.

Kjörgengur til stjórnar félagsins er hver sá aðili sem skráður er í félagið og gegnir ekki kjörnum embættum til sveitarstjórnar eða Alþingis.
Framboð eru skráð á x.piratar.is þar sem frambjóðendur geta sett inn kynningu á sjálfum sér og sínum áherslum.

Fundarstaður:
Tortuga, Síðumúla 23.
Laugardagur 13. janúar 2018.

Dagskrá fundarins:
14:00 Kosning fundarstjóra og fundarritara.
14:10 Halldór Auðar Svansson segir frá starfi borgarstjórnarflokksins á kjörtímabilinu.
14:30 Kosning hefst – framboðsfresti lýkur.
14:31 Kynning frambjóðenda.
15:00 Helgi Hrafn ávarpar fundinn.
15:15 Hlé – pizza í boði.
15:30 Kosningu lýkur – úrslit kynnt og fundi slitið.

Fundurinn verður í streymi – https://business.facebook.com/173490016118090/videos/1213600528773695/

Hver frambjóðandi mun fá 90 sekúndur til að kynna sig á fundinum. Eftir það verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Þeir frambjóðendur sem geta ekki verið viðstaddir á fundinum geta sent  stutta kynningu á reykjavik@piratar.is sem verður lesin upp.
Einnig er hægt að tilnefna eigin fulltrúa til að lesa upp kynningu sína og skal þá frambjóðandi senda nafn fulltrúans á reykjavik@piratar.is.

Opnað hefur verið fyrir framboð á kosningakerfi félagsins: https://x.piratar.is/polity/102/election/63/

Kær kveðja,
Stjórn Pírata í Reykjavík.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X