Kosið verður í fjögur sæti á auka-aðalfundi 2021, þar af munu tvö efstu sætin hljóta kjör til tveggja ára en næstu tvö til eins árs.
Um Stefnu- og málefnanefnd
Stefnu- og málefnanefnd skal vera félagsfólki, kjörnum fulltrúum og nefndum, stjórnum, ráðum og aðildarfélögum Pírata til aðstoðar varðandi stefnumótun og málefnastarf innan flokksins. Þá getur hún haft frumkvæði að viðbrögðum við stóratburðum í samfélaginu, t.d. með skipulagningu viðburða og funda. Stefnu- og málefnanefnd skipuleggur Pírataþing, sem haldin skulu tvisvar á ári. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga starfar stefnu- og málefnanefnd með frambjóðendum við undirbúning kosninga og og aðstoðar aðildarfélög eftir þörfum. Kosningastefnuskrá skal samþykkt með atkvæðagreiðslu í rafrænu kosningakerfi flokksins.
Tilkynningar um framboð, ásamt hagsmunaskráningu þurfa að berast í gegnum kosningakerfi Pírata áður en framboðsfrestur rennur út og með því að senda póst með nafni og kennitölu eða tölvupóstfangi á framkvaemdastjori@piratar.is.
Um hagsmunaskráningu: Í hagsmunaskráningu ber frambjóðendum að gera grein fyrir þeim trúnaðarstörfum sem frambjóðandi gegnir utan og innan flokksins ásamt öðrum hagsmunum sem einstaklingur telur að valdið gæti hagsmunaárekstri í störfum hans fyrir Pírata.
Áhugasömum er bent á að kynna sér lög Pírata. í kafla 7 er fjallað um stefnu- og málefnanefnd. Til frekari glöggvunar á helstu hlutverkum nefndarmeðlima má senda fyrirspurnir á framkvaemdastjori@piratar.is.
Smáa letrið
Kjörgengi
Þau ein eru kjörgeng til stjórna, nefnda og ráða Pírata sem hafa verið í félaginu í að lágmarki 30 daga áður en kosning hefst. Óheimilt er að sitja lengur en tvö kjörtímabil samfleytt í sömu stjórn eða ráði. Kjörgengur til úrskurðarnefndar, kjörstjórnar og trúnaðarráðs er hver sá aðili sem skráður er í Pírata og gegnir ekki öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eða aðildarfélag hans. Kjörgeng til framkvæmdastjórnar eru þau sem setið hafa að lágmarki eitt kjörtímabil í skilgreindri trúnaðarstöðu á vegum félagsins eða aðildarfélaga. Í þeim kosningum sem sætisskipanir eru með fleiri en eitt kjörtímabil verður raðað þannig að þau sæti sem eru lengur skipuð hlotnast þeim einstaklingum sem lenda ofar í forgangskosningu.
Meðferð gagna um frambjóðendur
Tilkynningar um framboð, ásamt hagsmunaskráningu þurfa að berast í gegnum kosningakerfi Pírata áður en framboðsfrestur rennur út og með því að senda póst með nafni og kennitölu eða tölvupóstfangi á framkvaemdastjori@piratar.is.*
Kennitala eða tölvupóstfang er notað til að staðfesta hvort að frambjóðandi sé búinn að vera félagi í Pírötum síðustu 30 daga fyrir kosningu. Veljir þú að nota tölvupóstfang frekar en kennitölu til að unnt sé að auðkenna þig í félagatali Pírata er nauðsynlegt að það sé sama tölvupóstfang og er skráð á þig í félagatali Pírata.
Einungis framkvæmdastjóri hefur aðgengi að þessum upplýsingum og verður umræddum tölvupóstum eytt 30 dögum eftir að framboðsfresti lýkur.
Aðgengi að félagatali Pírata er takmarkað og þau sem hafa aðgengi eru bundin trúnaði um þær upplýsingar sem þar varðar.
*Meðferð gagna um frambjóðendur
Þau persónugreinanlegu gögn sem birtast um frambjóðendur eru þau sem frambjóðandi hefur sjálfur sett inn á kosningakerfi Pírata og eru þau eingöngu aðgengileg þeim sem eru skráðir inni á x.piratar.is. Þó er ekki hægt að koma í veg fyrir að þær upplýsingar sem birtar eru inni á x.piratar.is verði birtar annars staðar af félagsfólki.
Að loknum kosningum er það á ábyrgð hvers og eins frambjóðenda að fjarlægja persónuupplýsingar um sig úr notendareikning sínum á x.piratar.is, kjósi þeir svo.
Eftir að kosningu lýkur verður niðurröðun einstaklinga birt á x.piratar.is auk þess sem fjöldi atkvæða á hvern og einn frambjóðenda verður birt að lokinni kosningu, það er að segja hversu mörg atkvæði hver og einn frambjóðandi hlaut í hvert sæti í kosningunni. Tölfræðin er birt með súluriti sem birtist við hlið nafns hvers frambjóðanda
Atkvæði eru einungis geymd persónugreinanleg á meðan kosningin varir en þeim er eytt að lokinni talningu og birtingu niðurstaðna.
Nánari upplýsingar um meðför persónuupplýsinga má finna í Persónuverndarstefnu Pírata
Hafir þú spurningar um meðför þinna persónuupplýsinga eða vilt nýta þér réttindi þín þá geturðu sent fyrirspurn á; gdpr@piratar.is
Almennar fyrirspurnir berist á framkvaemdastjori@piratar.is