Píratar XP

Auka-aðalfundi aflýst.


Auka-aðalfundi, áður boðuðum 26. maí 2013 hefur verið aflýst og verður boðaður nýr aðalfundur í hans stað sem skal halda fyrir lok ágústmánaðar 2013 samkvæmt lögum flokksins.

Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni.
* Boðun auka-aðalfundarins var ekki samkvæmt lögum félagsins, þar sem 1/3 félagsmanna þarf að kalla eftir auka-   aðalfundi.
* Lagabreytingartillögur eru ekki tilbúnar til efnislegrar kosningar og ekki er fyrirséð hvernig hægt sé að gera það innan áætlaðs tímaramma.
* Mun meiri lýðræðisleg umfjöllun er nauðsynleg til þess að kynna lagabreytingar almennilega fyrir flokksmeðlimum.
* Frambjóðendur til framkvæmdaráðs hafa ekki skilað inn hagsmunaskráningu, enda var þeim aldrei tilkynnt sérstaklega að þeir þyrftu að skila slíku.

Það liggur því fyrir að ótækt væri að leiða til lykta þau mál sem fundinum var ætlað að leiða til lykta í samræmi við lög félagsins og með hliðsjón af miklum tímaskorti.

Því verður haldinn nýr aðalfundur í samræmi við lög flokksins, en hann skal halda fyrir lok ágústmánaðar 2013. Við vonumst til að sá fundur verði haldinn eigi síðar en þann 30. júní næstkomandi en þó á eftir að fara yfir allnokkur skipulagsatriði og því verður endanleg dagsetning auglýst síðar.

Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að sjá sem flesta á sem best skipulögðum, sem skilvirkastum og sem skemmtilegustum aðalfundi! Við hvetjum líka alla sem nú þegar hafa boðið sig fram til framkvæmdaráðs að senda okkur hagsmunaskráningu á netfangið piratar@piratar.is.

f.h. Framkvæmdaráðs Pírata
Eva Þuríðardóttir

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X