Auka-aðalfundi aflýst.


Auka-aðalfundi, áður boðuðum 26. maí 2013 hefur verið aflýst og verður boðaður nýr aðalfundur í hans stað sem skal halda fyrir lok ágústmánaðar 2013 samkvæmt lögum flokksins.

Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni.
* Boðun auka-aðalfundarins var ekki samkvæmt lögum félagsins, þar sem 1/3 félagsmanna þarf að kalla eftir auka-   aðalfundi.
* Lagabreytingartillögur eru ekki tilbúnar til efnislegrar kosningar og ekki er fyrirséð hvernig hægt sé að gera það innan áætlaðs tímaramma.
* Mun meiri lýðræðisleg umfjöllun er nauðsynleg til þess að kynna lagabreytingar almennilega fyrir flokksmeðlimum.
* Frambjóðendur til framkvæmdaráðs hafa ekki skilað inn hagsmunaskráningu, enda var þeim aldrei tilkynnt sérstaklega að þeir þyrftu að skila slíku.

Það liggur því fyrir að ótækt væri að leiða til lykta þau mál sem fundinum var ætlað að leiða til lykta í samræmi við lög félagsins og með hliðsjón af miklum tímaskorti.

Því verður haldinn nýr aðalfundur í samræmi við lög flokksins, en hann skal halda fyrir lok ágústmánaðar 2013. Við vonumst til að sá fundur verði haldinn eigi síðar en þann 30. júní næstkomandi en þó á eftir að fara yfir allnokkur skipulagsatriði og því verður endanleg dagsetning auglýst síðar.

Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að sjá sem flesta á sem best skipulögðum, sem skilvirkastum og sem skemmtilegustum aðalfundi! Við hvetjum líka alla sem nú þegar hafa boðið sig fram til framkvæmdaráðs að senda okkur hagsmunaskráningu á netfangið piratar@piratar.is.

f.h. Framkvæmdaráðs Pírata
Eva Þuríðardóttir

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....