Auglýst eftir tilnefningum í trúnaðarráð

Þar sem einn fulltrúi trúnaðarráðs Pírata starfsárið 2017-2018 hefur sagt sig úr ráðinu auglýsir framkvæmdaráð að nýju eftir tilnefningum í ráðið en það skal skipað þremur fulltrúum.  Þar sem ráðið er nú ekki fullskipað er óskað eftir tilnefningum sem fyrst má verða.

Hlutverk ráðsins, samkvæmt lögunum, er að bjóða sáttamiðlun og aðstoð þegar upp kemur ágreiningur eða annar vandi í samskiptum og starfi félagsmanna. Til ráðsins geta aðildarfélög, framkvæmdaráð eða félagsmenn leitað til að fá aðstoð. Ráðið getur líka haft frumkvæði að sáttamiðlun ef það telur þörf á því.
Hægt er að leita til trúnaðarráðs með því að senda tölvupóst á trunadarrad@piratar.is

Allir félagsmenn í Pírötum eru hvattir til að tilnefna í trúnaðarráð einstaklinga sem þeir treysta til að sinna verkefninu með sóma, en gott er að láta upplýsingar fylgja með tilnefningunni ef viðkomandi hefur tengda starfsreynslu, menntun eða sérþekkingu. Framkvæmdaráð Pírata skipar þrjá fulltrúa úr innsendum tilnefningum sem þarf svo að staðfesta á löglegum félagsfundi.

Við val á fulltrúum í trúnaðarráð er metin sérstaklega hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæðum vinnubrögðum og almennt traust meðal flokksmanna. Æskilegt er að þeir hafi áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fulltrúar í trúnaðarráði skulu ekki gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á meðan þeir sitja í trúnaðarráði.

Tilnefningar sendist á: framkvaemdarad@piratar.is merkt Trúnaðaráð

Um trúnaðarráð Pírata https://piratar.is/um-pirata/log-og-reglur/trunadarrad/
Um trúnaðarráð úr lögum Pírata https://piratar.is/um-pirata/log-og-reglur/#8a

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...