Auglýst eftir tilnefningum í stjórnir ríkisstofnana

Þingflokki Pírata býðst að tilnefna fulltrúa í stjórnir eftirfarandi ríkisfyrirtækja:

  • Ríkisútvarpið (aðal- og varamaður)
  • RARIK (aðalmaður)
  • Orkubú Vestfjarða (aðal- og varamaður)
  • Byggðastofnun (aðal- og varamaður)

Þingflokkurinn óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata um hæfa einstaklinga til setu í ofangreindum stjórnum.

Í þingflokkssamþykktum þingflokks Pírata segir um skipan fulltrúa í stjórnir, nefndir og ráð:

Auglýst skal eftir umsóknum í stöður sem þingflokkur tilnefnir í með birtingu á vefsíðu flokksins, þegar tími og aðstæður leyfa. Í auglýsingunni skal koma fram hlutverk og skyldur embættisins sem skipað er í skv. lögum, reglum og þingflokkssamþykktum. Velja skal hæfasta fulltrúann hverju sinni.

Skyldur sem fylgja setu í hverri stjórn eru skilgreindar ýmist í lögum eða reglum og má nálgast hér

Enn fremur um skyldur stjórnarmanna sem sitja í umboði þingflokks Pírata gildir 4. kafli samþykkta þingflokks Pírata sem samþykktar voru í janúar 2022: Samþykktir þingflokks

Umsóknir og tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu berast framkvæmdastjóra þingflokks Pírata, Baldri Karli Magnússyni, í tölvupósti eigi síðar en föstudaginn 18. mars 2022 kl. 12:00 á baldurkarl@althingi.is. Frekari upplýsingar eru veittar í sama tölvupóstfangi eða í síma 779-3400.

Þess skal getið að lokaákvörðun um skipan fulltrúa byggir bæði á kynjasjónarmiðum og eins á samkomulagi við aðra þingflokka. Tilkynnt verður um tilnefningar þingflokksins í vikunni 20.–24. mars.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....