
Þingflokki Pírata býðst að tilnefna fulltrúa í stjórnir eftirfarandi ríkisfyrirtækja:
- Ríkisútvarpið (aðal- og varamaður)
- RARIK (aðalmaður)
- Orkubú Vestfjarða (aðal- og varamaður)
- Byggðastofnun (aðal- og varamaður)
Þingflokkurinn óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata um hæfa einstaklinga til setu í ofangreindum stjórnum.
Í þingflokkssamþykktum þingflokks Pírata segir um skipan fulltrúa í stjórnir, nefndir og ráð:
Auglýst skal eftir umsóknum í stöður sem þingflokkur tilnefnir í með birtingu á vefsíðu flokksins, þegar tími og aðstæður leyfa. Í auglýsingunni skal koma fram hlutverk og skyldur embættisins sem skipað er í skv. lögum, reglum og þingflokkssamþykktum. Velja skal hæfasta fulltrúann hverju sinni.
Skyldur sem fylgja setu í hverri stjórn eru skilgreindar ýmist í lögum eða reglum og má nálgast hér
- Lög um ríkisútvarpið (sjá 9. og 10. gr.)
- Starfsreglur stjórnar RARIK
- Samþykktir fyrir Orkubú Vestfjarða
- Lög um Byggðastofnun (sjá 4. gr.)
Enn fremur um skyldur stjórnarmanna sem sitja í umboði þingflokks Pírata gildir 4. kafli samþykkta þingflokks Pírata sem samþykktar voru í janúar 2022: Samþykktir þingflokks
Umsóknir og tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu berast framkvæmdastjóra þingflokks Pírata, Baldri Karli Magnússyni, í tölvupósti eigi síðar en föstudaginn 18. mars 2022 kl. 12:00 á baldurkarl@althingi.is. Frekari upplýsingar eru veittar í sama tölvupóstfangi eða í síma 779-3400.
Þess skal getið að lokaákvörðun um skipan fulltrúa byggir bæði á kynjasjónarmiðum og eins á samkomulagi við aðra þingflokka. Tilkynnt verður um tilnefningar þingflokksins í vikunni 20.–24. mars.