Píratar XP

Auglýst eftir fólki í framkvæmdaráð

Ertu nett skipulagsfrík? Góð/ur í reiknikúnstum, ritarastörfum, viðburðastjórnun eða tæknimálum? Ertu klár í fundarsköpum eða fundarstjórnun? Finnst þér gaman að félagsstarfi í fjölbreyttum félagsskap? Býrð þú yfir alls konar hæfileikum sem nýst geta flokknum á þessum spennandi tímamótum þegar flokkurinn verður í stórsókn í sveitarstjórnarkosningum? Þá er ráð að bjóða sig fram í framkvæmdaráð og taka þátt í að efla innra starf flokksins.

Boðað er til auka aðalfundar  laugardaginn 17. mars klukkan 15 í Tortuga í þeim tilgangi að kjósa inn í laus sæti í ráðið.
Fimm fulltrúa vantar til að framkvæmdaráð verði fullskipað. Einn af kjörnum fulltrúum nú situr í framkvæmdaráði fram að aðalfundi 2019 en hinir fjórir fram að aðalfundi 2018. Hlutkesti ræður hversu lengi fólk situr.

Óskað er eftir einstaklingum í framboð til ráðsins en opnað hefur verið fyrir framboð í kosningakerfinu https://x.piratar.is/polity/1/election/67/

Framboðsfrestur verður til 10. mars 2018 og þá er vika fyrir kynningar á frambjóðendum.

Framkvæmdaráð Pírata fer með almenna stjórn og rekstur félagsins og meðal helstu verkefna ráðsins má nefna:

  • Utanumhald yfir fjármuni flokksins,
  • Húsnæðismál og rekstur félagsheimilis Pírata,
  • Starfsmannamál,
  • Viðburðarstjórnun og skipulagning aðalfundar,
  • Yfirumsjón félagatals, kosningakerfis, tölvupósta og vefsíðu Pírata,
  • Samskipti og móttaka fyrirspurna frá aðildarfélögum og félagsmönnum sem og  innlendum og erlendum aðilum er hafa samband við Pírata,
  • Samræming kosningabaráttu á landsvísu í samráði við aðildarfélög Pírata.

Framkvæmdaráð sinnir auk þess ýmis öðrum verkefnum er snúa að innra starfi flokksins. Lög félagsins gera ráð fyrir að framkvæmdaráð fundi að minnsta kosti einu sinni í mánuði en undanfarin tvö ár hefur framkvæmdaráð fundað vikulega. Vinnuálag ráðsins stjórnast mikið af ytri aðstæðum en gera má ráð fyrir að hver meðlimur framkvæmdaráðs vinni fyrir ráðið að því sem nemur um 2- 15+ klukkutímum á viku. Ráðið hefur ekki stefnumótunarvald þó einstaklingum innan þess sé áfram frjálst að taka þátt í stefnumótun flokksins sem almennir félagsmenn.

Hafir þú áhuga á að sinna þessu mikilvæga starfi fyrir flokkinn þá er framboðsfrestur til setu í framkvæmdaráði Pírata til laugardagsins 10. mars 2018. Til þess að bjóða sig fram þarf að senda tilkynningu um framboð ásamt hagsmunaskráningu á framkvæmdastjóra Pírata á póstfangið framkvaemdastjori@piratar.is áður en framboðsfrestur rennur út.

Í hagsmunaskráningu ber frambjóðendum að gera grein fyrir þeim trúnaðarstörfum sem frambjóðandi gegnir utan og innan flokksins ásamt öðrum högum sínum sem valdið gætu hagsmunaárekstri í starfinu. Hagsmunaskráningar verða birtar á vefsíðu félagsins sbr. grein 4.15. í lögum Pírata.

Að loknum framboðsfresti fá frambjóðendur upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig staðið verður að kynningu á frambjóðendum. Áhugasamir sem vilja forvitnast frekar um hvað felst í setu í framkvæmdaráði geta haft samband við sitjandi formann framkvæmdaráðs, Rannveigu Ernudóttur rannveig@piratar.is 

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X