Auðvelt aðgengi að kjörnum fulltrúum Pírata

Píratar eiga 10 fulltrúa á Alþingi og einn fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur en þess að auki eiga Píratar nokkra fulltrúar í nefndum og ráðum bæði á sviði þings og borgar.

Kjörnir fulltrúar Pírata vinna skv. Píratakóðanum og grunngildum flokksins við að framfylgja þeirri stefnu sem flokksmenn hafa samþykkt.

Píratar leggja áherslu á að kjörnir fulltrúar séu aðgengilegir fyrir flokksmenn og aðra sem áhuga hafa.

Hægt er að  hafa samband og bóka fundi hjá fulltrúum beint í gegnum tölvupóst eða með því að hringja í þá.

Einnig eru haldnir reglulegir fundir til upplýsingar og stefnumótunar þ.m.t. framfarafundir sem haldnir eru á 8 vikna fresti (www.piratar.is/vidburdir)