Píratar XP

At­kvæða­greiðsla um stefnu Pírata hefst!

Grasrót Pírata hefur svo sannarlega sýnt mátt sinn og megin á síðustu vikum. Tugir Pírata, hvaðanæva af landinu og af öllum stigum þjóðlífsins, hafa síðustu mánuði unnið hörðum höndum að gerð stefna fyrir komandi kosningar sem allar grundvallast á sýn Pírata um eflingu borgararéttinda, upplýstar ákvarðanir, gagnsæi og beint lýðræði.

Píratar eru grasrótarhreyfing og hafa verið frá fyrsta degi. Allar stefnurnar eru sprottnar upp úr vilja, þekkingu og áherslum félagsfólks – venjulegs fólks sem vill láta gott af sér leiða. Ekki verður annað sagt en að betur sjái hundruð augu en auga því stefnurnar, unnar í nánu samstarfi ólíkra einstaklinga, séu einstaklega sigurstranglegar.

Stefnurnar hafa verið í kynningu undanfarna daga á kosningasvæði Pírata, x.piratar.is, og nú er komið að næsta skrefi. Sjálfri atkvæðagreiðslunni sem endanlega staðfestir hverjar áherslur Pírata verða í komandi alþingiskosningum.

Atkvæðagreiðslurnar hefjast á næstu dögum, þær fyrstu í dag og næsti skammtur á laugardag. Í öllum tilfellum hafa Píratar viku til þess að greiða stefnunum atkvæði sitt, þannig að atkvæðagreiðslunum lýkur annars vegnar 22. júlí og hins vegar 24. júlí.

Í atkvæðagreiðslu frá 15. júlí, lýkur 22. júlí:
Húsnæðisstefna
Aðgerðaáætlun í efnahagsmálum
Fjölmiðlastefna
Umhverfis- og loftslagsstefna
Nýsköpunarstefna

Í atkvæðagreiðslu frá 17. júlí, lýkur 24. júlí:
Stefna um baráttu gegn spillingu
Stefna um fiskeldi
Sjávarútvegsstefna
Fjölmenningarstefna
Stefna um málefni eldra fólks

Við hvetjum alla Pírata til að kynna sér stefnurnar og segja sína skoðun á x.piratar.is. Leggjum grunn að komandi kosningasigri, saman!

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X