Það er því alveg hægt að flokka þessa frétt sem falsfrétt enda er hún sett fram í þeim eina tilgangi að rýra trúveðugleika Pírata og reyna að koma óorði á þá og þingmenn þeirra.
Helgi Hrafn Gunnarsson svaraði efnislega fyrirpurn á því hvers vegna Píratar hefðu setið hjá við afgreiðslu á landbúnaðarsamningum og sagði hann það eðlilegt þegar ekki væri tími til fyrir þrjá þingmenn að afla sér allra upplýsinga og kynna sér samninginn á þeim tíma sem hefði verið í boði. Það ætti við um fjölda annara mála sem flokkurinn hefði setið hjá við atkvæðagreiðslu um enda samræmist það píratakóðann og grunnstefnu Pírata.
Þessari grein svaraði Viktor Orri Valgarðsson í ítarlegu bloggi á Stundinni þar sem hann sýndi og sannaði hvernig blekkingar, lygar og áróðursskrif Andríkis kristölluðust í þessari falsfrétt Andríkis, en þar segir Viktor meðal annars:Til að skýra betur hversu gróflega villandi þessar ásakanir eru, ákvað ég að fara á vefinn thingmenn.is og skoða hversu oft þrír af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í atkvæðagreiðslum á þingi – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson – síðast þegar þeir voru í stjórnarandstöðu.
Niðurstöðurnar eru þær að á kjörtímabilinu 2009-2013 sat Bjarni hjá 893 sinnum, Guðlaugur Þór 991 sinni og Birgir 1114 sinnum: Samtals 2998 hjásetur þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins á einu kjörtímabili.
Ef mér leyfist að námunda þá upp um heila tvo, þá er niðurstaðan semsagt sú að þeir sátu þrjú þúsund sinnum hjá á einu kjörtímabili – sama tala og var slegið upp sem hneykslismáli, í umræðu um fjölda hjásetna jafnmargra þingmanna Pírata á einu kjörtímabili í stjórnarandstöðu (2013-2016).
Það er vissulega rétt að ónámundaðar voru hjásetur Pírata fleiri (3.471 vs. 2998) og kjörtímabilið var styttra, sérstaklega í tilviki Jóns Þórs. Enda hafa Píratar alltaf útskýrt að við leggjum mikla áherslu á það að taka upplýsta afstöðu til mála, fylgja ekki flokksgröfum og leiðtogum í atkvæðagreiðslum og að hjáseta getur verið mjög málefnaleg afstaða.
Við mælum með að fólk smelli hérna og lesi bloggfærslu Viktors Orra og skoði líka tenglana sem hann lætur fylgja með til að upplýsa fólk um staðreyndir málsins.