Píratar XP

Andrés Ingi til liðs við Pírata

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, hefur ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Eftir samræður milli þingflokksins og Andrésar var ákvörðun tekin á þingflokksfundi í morgun um að samþykkja inngöngu Andrésar í þingflokkinn.

Andrés Ingi og þingflokkurinn hafa átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés hefur verið öflugur þingmaður og er á við nokkra þingmenn, þrátt fyrir að hafa undanfarið starfað sem eins manns þingflokkur. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og hreyfinguna í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan. Andrés hefur lýst því yfir við þingflokkinn að í starfi sínu muni hann starfa í samræmi við grunnstefnu Pírata. 

Sjálfur hefur Andrés sagt að með því að ganga til liðs við Pírata gefist honum tækifæri til að vera þátttakandi í hreyfingu sem getur séð til þess að eftir næstu kosningar verði mynduð ríkisstjórn um alvöru breytingar í þágu mannréttinda, fólksins í landinu og framtíðarinnar.

Pírötum mun gefast færi á að kynnast Andrési nánar á föstudaginn kemur en það verður auglýst síðar í kvöld. Við minnum einnig á Pírataþingið um helgina, sjáumst hress og leggjum saman grunninn að sigri í haust!

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X