Píratar XP

Ályktun Ungra Pírata á Suðurnesjum vegna Grindavíkurvegar

Hversu mikið kostar mannslíf?

Ungir Píratar á Suðurnesjum álykta að Samgönguráðuneytið og Vegagerðin sýni Íslendingum mikla vanvirðingu með því að draga lappirnar þegar kemur að nauðsynlegum vegaframkvæmdum á Grindavíkurvegi, sérstaklega í ljósi nýlegra atvika þar sem tvær konur hafa misst lífið á sama vegakaflanum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Grindavíkurvegur er á lista yfir áhættu- og slysamestu vegi landsins. Nú er komið nóg! Öryggi fólks ætti ávallt að vera í fyrirrúmi.

Betrumbætur á Grindavíkurvegi hafa verið hávær krafa Suðurnesjamanna undanfarin ár og skömm er að því að ástandið á honum sé enn ábótavant. Mikið af ungum og óreyndum ökumönnum og ferðamönnum, sem hafa í mörgum tilfellum litla sem enga reynslu af veðurfari og vegakerfi okkar, aka veginn daglega og því geta lagfæringar ekki beðið lengur. Brýnast er að ráðast í tvöföldun vegarins, setja upp viðvörunarskilti og minnka dældir í veginum, algjör lágmarksbreyting er að vegurinn verði lýstur upp.

Eitt líf er einu of mikið og það er til háborinnar skammar að ekki sé vilji til að leggja nauðsynlegt fjármagn í þessar breytingar.

-Stjórn Ungra Pírata á Suðurnesjum

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X