Ályktun Ungra Pírata á Suðurnesjum vegna Grindavíkurvegar

Hversu mikið kostar mannslíf?

Ungir Píratar á Suðurnesjum álykta að Samgönguráðuneytið og Vegagerðin sýni Íslendingum mikla vanvirðingu með því að draga lappirnar þegar kemur að nauðsynlegum vegaframkvæmdum á Grindavíkurvegi, sérstaklega í ljósi nýlegra atvika þar sem tvær konur hafa misst lífið á sama vegakaflanum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Grindavíkurvegur er á lista yfir áhættu- og slysamestu vegi landsins. Nú er komið nóg! Öryggi fólks ætti ávallt að vera í fyrirrúmi.

Betrumbætur á Grindavíkurvegi hafa verið hávær krafa Suðurnesjamanna undanfarin ár og skömm er að því að ástandið á honum sé enn ábótavant. Mikið af ungum og óreyndum ökumönnum og ferðamönnum, sem hafa í mörgum tilfellum litla sem enga reynslu af veðurfari og vegakerfi okkar, aka veginn daglega og því geta lagfæringar ekki beðið lengur. Brýnast er að ráðast í tvöföldun vegarins, setja upp viðvörunarskilti og minnka dældir í veginum, algjör lágmarksbreyting er að vegurinn verði lýstur upp.

Eitt líf er einu of mikið og það er til háborinnar skammar að ekki sé vilji til að leggja nauðsynlegt fjármagn í þessar breytingar.

-Stjórn Ungra Pírata á Suðurnesjum

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....