Home Fréttir Alþingi Ályktun Pírata um lögfestingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Ályktun Pírata um lögfestingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

0

Með tilvísan í grunnstefnu Pírata:

2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.

álykta Píratar hér með:

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skal vera lögfestur eins fljótt og auðið er.

Greinargerð

Til að sækja rétt sinn í stjórnsýslu og fyrir dómstólum á grundvelli alþjóðasamninga er afar mikilvægt að þeir samningar séu lögfestir og hljóti því formlegt gildi. Fullgilding, þó góð sé, veitir almenningi ekki eins sterkan rétt til þess að njóta þeirra mannréttinda sem alþjóðasamningar veita. Engin trygging er falin í því að lögfesting alþjóðasamninga fari fram á tilhlýðilegum tíma eftir að þeir hafa verið fullgiltir. Til að mynda tók það næstum 41 ár að lögfesta Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994 eftir að hann var fullgiltur árið 1953 og á þeim tíma gat almenningur ekki notið beinnar verndar hans.

Ítarefni

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks:http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2013/CRPD-islensk-thyding.pdf