Píratar XP

Ályktun Pírata um lögfestingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Með tilvísan í grunnstefnu Pírata:

2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.

álykta Píratar hér með:

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skal vera lögfestur eins fljótt og auðið er.

Greinargerð

Til að sækja rétt sinn í stjórnsýslu og fyrir dómstólum á grundvelli alþjóðasamninga er afar mikilvægt að þeir samningar séu lögfestir og hljóti því formlegt gildi. Fullgilding, þó góð sé, veitir almenningi ekki eins sterkan rétt til þess að njóta þeirra mannréttinda sem alþjóðasamningar veita. Engin trygging er falin í því að lögfesting alþjóðasamninga fari fram á tilhlýðilegum tíma eftir að þeir hafa verið fullgiltir. Til að mynda tók það næstum 41 ár að lögfesta Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994 eftir að hann var fullgiltur árið 1953 og á þeim tíma gat almenningur ekki notið beinnar verndar hans.

Ítarefni

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks:http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2013/CRPD-islensk-thyding.pdf

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X