Ályktun Pírata í Suðurkjördæmi í kjölfar falls WOW air

Ályktun frá Pírötum í Suðurkjördæmi:

Píratar í Suðurkjördæmi harma þær afleiðingar sem gjaldþrot WOW air hefur haft.  Áhrif gjaldþrots WOW air eru hvað mest á Suðurnesjum og nauðsynlegt að bæði ríki og sveitastjórnir taki höndum saman með árangursríkum hætti til að bæta innviði svæðisins og tryggja velferð fjölda fjölskyldna sem eiga um sárt að binda.

Mikilvægt er að grípa strax til aðgerða sem vega upp á móti atvinnumissi hundruða íbúa á svæðinu. Hér þarf sérstaklega að huga að fjölskyldum og ungu fólki. Efling velferðarþjónustu skal vera forgangsmál, meðal annars með styrkingu á starfi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Við teljum að framtíð atvinnu á Suðurnesjum þurfi að byggja í auknum mæli á einstaklingsframtaki í stað ofuráherslu á áhættusækin stórfyrirtæki. Smá og meðalstór fyrirtæki eru lífæð íslensks samfélags og nú er tækifæri til að undirbyggja atvinnulíf framtíðarinnar á Suðurnesjum með markvissu átaki.

Nýta skal öll úrræði til að efla frumkvöðlastarf, menntun, rannsóknir og þróun sem munu ýta undir getu og vilja fólks á svæðinu til að byggja og tryggja eigin framtíð. Þó höfnum við mengandi iðnaði sem er skaðlegur heilsu og takmarkar frelsi íbúa.

Til að leggja sitt á vogarskálarnar standa Píratar í Suðurkjördæmi fyrir íbúafundi fimmtudaginn 11. apríl undir yfirskriftinni: Atvinnumál á uppleið – framtíð og sjálfbærni á Suðurnesjum. Fundurinn fer fram í Keili og hefst klukkan 20:00. Öll velkomin.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....