Píratar XP

Ályktun gegn spillingu – Píratar í Suðurkjördæmi

Ályktun gegn spillingu

Píratar í Suðurkjördæmi deila auðsýndum áhyggjum almennings í landinu vegna hagsmunatengsla sitjandi sjávarútvegsráðherra við Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og félög tengd því. Píratar vilja auka gagnsæi og úrræði í sjávarútvegi landsins þannig að atvinnugreinin

nýtist betur til uppbyggingar á landsbyggðinni og arður af útgerðum á að styðja við velferðarkerfi landsins.

Skora á Forseta Íslands

Því skora Píratar í Suðurkjördæmi á Forseta Íslands að nýta vald sem hann hefur samkvæmt 15. grein stjórnarskrár: “Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn”. Forsetinn getur afturkallað setu ráðherra í ríkisstjórn Íslands ef rík hagsmunatengsl leiða til gruns um hlutdrægni og tengsl við spillingu. Ísland má ekki við frekari álitshnekkjum í opinberri umræðu. Spilling drepur niður atvinnulíf, en Píratar í Suðurkjördæmi vilja heldur byggja undir atvinnulífið í kjördæminu og á landinu öllu.

Stjórn Pírata í Suðurkjördæmi

  • Vanía C. Lopes
  • Álfheiður Eymarsdóttir
  • Guðmundur A. Guðmundsson
  • Hrafnkell B. Hallmundsson
  • Albert Svan Sigurðsson

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X