Ályktun gegn spillingu
Píratar í Suðurkjördæmi deila auðsýndum áhyggjum almennings í landinu vegna hagsmunatengsla sitjandi sjávarútvegsráðherra við Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og félög tengd því. Píratar vilja auka gagnsæi og úrræði í sjávarútvegi landsins þannig að atvinnugreinin
nýtist betur til uppbyggingar á landsbyggðinni og arður af útgerðum á að styðja við velferðarkerfi landsins.
Skora á Forseta Íslands
Því skora Píratar í Suðurkjördæmi á Forseta Íslands að nýta vald sem hann hefur samkvæmt 15. grein stjórnarskrár: “Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn”. Forsetinn getur afturkallað setu ráðherra í ríkisstjórn Íslands ef rík hagsmunatengsl leiða til gruns um hlutdrægni og tengsl við spillingu. Ísland má ekki við frekari álitshnekkjum í opinberri umræðu. Spilling drepur niður atvinnulíf, en Píratar í Suðurkjördæmi vilja heldur byggja undir atvinnulífið í kjördæminu og á landinu öllu.
- Vanía C. Lopes
- Álfheiður Eymarsdóttir
- Guðmundur A. Guðmundsson
- Hrafnkell B. Hallmundsson
- Albert Svan Sigurðsson