Ályktun gegn spillingu – Píratar í Suðurkjördæmi

Ályktun gegn spillingu

Píratar í Suðurkjördæmi deila auðsýndum áhyggjum almennings í landinu vegna hagsmunatengsla sitjandi sjávarútvegsráðherra við Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og félög tengd því. Píratar vilja auka gagnsæi og úrræði í sjávarútvegi landsins þannig að atvinnugreinin

nýtist betur til uppbyggingar á landsbyggðinni og arður af útgerðum á að styðja við velferðarkerfi landsins.

Skora á Forseta Íslands

Því skora Píratar í Suðurkjördæmi á Forseta Íslands að nýta vald sem hann hefur samkvæmt 15. grein stjórnarskrár: “Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn”. Forsetinn getur afturkallað setu ráðherra í ríkisstjórn Íslands ef rík hagsmunatengsl leiða til gruns um hlutdrægni og tengsl við spillingu. Ísland má ekki við frekari álitshnekkjum í opinberri umræðu. Spilling drepur niður atvinnulíf, en Píratar í Suðurkjördæmi vilja heldur byggja undir atvinnulífið í kjördæminu og á landinu öllu.

Stjórn Pírata í Suðurkjördæmi

  • Vanía C. Lopes
  • Álfheiður Eymarsdóttir
  • Guðmundur A. Guðmundsson
  • Hrafnkell B. Hallmundsson
  • Albert Svan Sigurðsson

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....