Ályktun af aðalfundi Pírata árið 2023

Aðalfundur Pírata árið 2023 ályktar um hinseginmál.

Aðalfundur Pírata árið 2023 var á laugardaginn, var haldinn á KEX hostel og var vel mætt. Á fundinum lagði stefnu- og málefndanefnd fram tillögu að ályktun sem var lítilleg breytt og hún samþykkt með meirihluta á fundinum.

Aðalfundur Pírata lýsir yfir eindregnum stuðningi við hinsegin samfélagið á Íslandi. Samfélag þar sem öllum er frjálst að vera þau sjálf er forsenda lýðræðis, sem er Pírötum hjartans mál. 

Verulegt bakslag hefur orðið í virðingu fyrir sjálfsögðum mannréttindum hinsegin fólks og telja Píratar nauðsynlegt að ráðast í tafarlausar aðgerðir til þess að sporna gegn þessari þróun. Píratar hvetja forsætisráðherra eindregið til þess að setja aftur á dagskrá þingsins tillögu sína um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu sem því miður er ekki að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Öryggi og frelsi hinsegin fólks má ekki fórna í pólitískum hrossakaupum.  

Orð geta verið öflugt vopn gegn jaðarsettu fólki, og því er brýnt að öll taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að orð séu notuð til þess að grafa undan öryggi fólks og mannréttindum. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda, heldur einnig fjölmiðla sem kunna að veita þessari vonsku vettvang. Píratar hvetja fjölmiðla til þess að tryggja að hvorki rangfærslum né hræðsluáróðri um hinsegin fólk sé dreift á þeirra miðlum.  

Mikilvægi hinseginfræðslu til þess að sporna gegn fordómum og hatri ber að undirstrika sérstaklega. Öll börn óháð kynvitund, kynhneigð eða kyntjáningu eiga rétt á því að læra um sig sjálf. Uppræting fordóma er lykilatriði í því að mynda friðsamari heild þar sem allir einstaklingar geta blómstrað og verið þau sjálf án nokkurs ótta. Því fyrr sem við getum komið í veg fyrir fordóma, því betra.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....