Ályktun aðalfundar Pírata

Aðalfundur Pírata 2018 ályktar:

Þann 16. október 2017 var sett lögbann á fjölmiðil sem fjallaði um vafasama fjármálagjörninga þáverandi forsætisráðherra rétt fyrir hrun íslensku bankanna. Ritskoðun á lögmætri umfjöllun fjölmiðils um kjörinn fulltrúa er með öllu ólíðandi í lýðræðisríki. Aðgerð að þessu tagi mun aldrei teljast annað en valdníðsla.

Við krefjumst þess að lögbann á Stundina verði strax fellt úr gildi.

Því miður er fjölmiðlafrelsi á Íslandi afar bágborið og virðing fyrir tjáningarfrelsinu bágborin, bæði í dag og í sögulegu samhengi.

Alþingi verður að bregðast við þessu lögbanni sem vakið hefur athygli og undrun erlendis. Í ljósi þess hversu stuttu fyrir kosningar lögbannið kom er ekki hægt að útiloka að það hafi verið gert í pólitískum tilgangi. Við skorum því á Alþingi að sjá til þess að aldrei aftur verið slíkt lögbann sett á íslenskan fjölmiðil.

Fullkomið fjölmiðla- og tjáningarfrelsi er nauðsynlegt til þess að traust á íslenskum stjórnmálum endurheimtist. Nefndir og ályktanir þeirra munu aldrei nægja heldur einungis raunverulegar lagabreytingar sem tryggja að fjölmiðlar geti birt vandaða umfjöllun um stjórnmál og stjórnmálafólk án þess að eiga á hættu málsóknir og lögbönn sem fengju aldrei staðist fyrir evrópskum dómstólum.

Við skorum því á Alþingi að stórbæta vernd tjáningarfrelsis á Íslandi, meðal annars með því að leiða lögfesta þingsályktun Alþingis um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.  Næg undirbúningsvinna hefur verið unnin, það eina sem þarf fyrir raunverulegt tjáningarfrelsi á Íslandi er pólitískur vilji.

Nánari upplýsingar um IMMI https://immi.is

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....