Píratar XP

Þrír íslenskir Píratar kosnir í stjórn Pírata í Evrópu (PPEU)

Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata á Íslandi, hefur verið kosin vara-formaður Pírata í Evrópu (PPEU). Auk Oktavíu voru þær Katla Hólm Þórhildardóttir, varaþingkona Pírata á Íslandi og Gamithra Marga, alþjóðafulltrúi Pírata á Íslandi, kosnar í stjórn Pírata í Evrópu. Íslenskir Píratar eiga nú samtals þrjú sæti í stjórn Pírata í Evrópu og hafa íslenskir Píratar aldrei verið fleiri í stjórninni. Mikuláš Peksa, núverandi þingmaður Pírata á Evrópuþinginu, var kosinn formaður Pírata í Evrópu. Markétka Gregorová, Evrópuþingmaður tékkneskra Pírata tekur sæti vara-formanns ásamt Oktavíu Hrund Jónsdóttur. Ítalskir Píratar komust í fyrsta sinn í stjórn ráðsins með kjöri Alessandro Ciofini sem gjaldkera.

Fimmti ársfundur Pírata í Evrópu fór fram á Ítalíu.

Ársfundur Pírata í Evrópu átti sér stað í Mílanó, Ítalíu dagana 2-3 nóvember. Píratar í Evrópu hafa notið mikillar velgengni á árinu. Tékkneskir Píratar fengu þrjá þingmenn kjörna á Evrópuþingið auk þess sem að þýskir Píratar héldu sínum þingmanni. Þá hafa evrópskir Píratar notið velgengni í sveitarstjórnum víða um Evrópu.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X