Píratar XP

Píratar krefjast úttektar á vistheimilum

Reglulegar fréttir af ofbeldi kalla á alvöru rannsókn.

Olga Margrét Cilia hefur ásamt þingflokki Pírata lagt fram þingsályktunartillögu um að framkvæma alhliða úttekt á starfsemi vist- og meðferðarheimila á Íslandi. Undanfarin ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af því að vistfólk á vist- og meðferðarheimilum hafi verið beitt ofbeldi af hálfu starfsfólks. Um þetta má finna nokkur nýleg dæmi, t.a.m. sláandi frásagnir nokkurra kvenna sem stigu fram í Stundinni í janúar. Þar greindu þær frá ofbeldi á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi í Eyjafirði árin 1997-2007.

Olga, sem situr nú á Alþingi sem varaþingmaður í stað Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, lýsir nauðsyn málsins þannig að við getum ekki alltaf verið að bíða eftir að einstaklingar sem hafa dvalið á vist- og meðferðarheimilum komi fram með upplýsingar um ofbeldi. Það er augljóst að um kerfislægan vanda hefur verið að ræða og því ætti Alþingi að skoða þessi mál gaumgæfilega.

Nánar má fræðast um þingsályktun Pírata með því að smella hér.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X