Kæru Píratar.
Boðað er til opins félagsfundar um sveitastjórnarmál miðvikudaginn 7. febrúar milli klukkan 18 og 20. Fundurinn fer fram í félagsheimili Pírata í Reykjavík, Tortuga, að Síðumúla 23. Ábyrgðaraðili fundarins er Svafar Helgason.
Þessi fundur er hluti af röð félagsfunda sem haldnir eru vikulega í Tortuga á miðvikudögum klukkan 18 í aðdraganda sveitastjórnakosninga. Hér er því einnig boðað til næstu félagsfunda sem verða 14. febrúar, 21. febrúar og 28. febrúar.
Á dagskrá er umræða um stefnumótun í undirbúningi sveitastjórnakosninganna. Allir eru hvattir til að mæta, eldri meðlimir sem nýliðar, og taka þátt í að koma að málefnavinnunni.