Álfheiður fær að heita Pírati

Mannanafnanefnd samþykkir eiginnafnið Pírati á mannanafnaskrá

Mannanafnanefnd samþykkir eiginnafnið Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, fær loksins að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga deilu við mannanafnanefnd. Hún hyggst taka upp nýja nafnið strax á nýju ári.

Álfheiður, eða Alfa eins og hún er iðullega kölluð, óskaði fyrst eftir því fá að heita Pírati að eftirnafni, en mannanafnanefnd hafnaði því á þeim forsendum að ekki væri um viðurkennt íslenskt ættarnafn að ræða.

Hafnað árið 2018

Árið 2018 fór Alfa því fram á að taka upp Pírati sem millinafn – en nefndin hafnaði því líka. Pírati væri ekki leitt af íslenskum orðstofni og hefði nefnifallsendingu.

Í samtali við Stundina á sínum tíma benti Alfa þó réttilega á að: „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“

Endurupptaka

Alfa fór fram á endurupptöku nafnbeiðninnar, sem mannanafnanefnd tók fyrir á fundi sínum í lok nóvember – en nú undir þeim formerkjum að Pírati yrði fært í mannanafnaskra sem eiginnafn. Niðurstaðan var einföld: „Að mati mannanafnanefndar stendur ekkert í vegi fyrir því verða við þessari beiðni.“

Í úrskurði mannanafnanefndar segir jafnframt: „Eiginnafnið /Pírati /(kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, /Pírata/,//og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga um mannanöfn.“

Ætlar að heita Pírati

Alfa segist sjálf ætla að breyta nafni sínu strax eftir áramót. Við Píratar óskum henni innilega til hamingju með nýja nafnið sem mun fara henni einstaklega vel!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....