Alfa tók sæti á Alþingi í dag

Álfheiður Eymarsdóttir, 1. varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, tók sæti á Alþingi í dag. Hún mun sitja á Alþingi næstu daga fyrir Smára McCarthy, sem er erlendis vegna þingstarfa.

Álfheiður, sem er alltaf kölluð Alfa, er stjórnmálafræðingur og tveggja barna móðir, alin upp á Höfn í Hornafirði en búsett á Selfossi.

Alfa var Pírati vikunnar hér á Piratar.is á síðasta ári þar sem hún sagði m.a. frá því af hverju hún er Pírati:

„Píratar hafna ósanngjörnu og úreltu stjórnkerfi og hagkerfi.  Þess vegna er ég Pírati. Píratar berjast fyrir raunverulegu lýðræði og borgararéttindum, og taka hvorki þátt í foringjadýrkun né sjónhverfingum hefðbundinna stjórnmálaafla. Ég var og er hluti af „open source“ hreyfingunni á netinu sem eru svipaðar hugmyndir en á öðrum vettvangi. Það þarf að frelsa samfélagið og einstaklinga undan úreltu kerfi peninga og valds. Á sama hátt þarf að frelsa netið undan oki stórfyrirtækja og vernda það gegn öllum tilraunum til ritskoðunar og stýringar, endurskilgreina höfundarrétt o.fl. ,” segir Alfa. 

Sjá öll svör hennar sem Pírati vikunnar með því að smella hér.   http://docs.google.com/viewer?url=https%3A%2F%2Fpiratar.is%2Fwp-content%2Fuploads%2F2018%2F03%2FAlfa2-1.png&embedded=true&hl=en

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so...

6 ára Pírati… á aðalfundi Pírata.

Ég átti satt best að segja ekki von á því að vera vasast í...