Píratar XP

Alfa tók sæti á Alþingi í dag

Álfheiður Eymarsdóttir, 1. varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, tók sæti á Alþingi í dag. Hún mun sitja á Alþingi næstu daga fyrir Smára McCarthy, sem er erlendis vegna þingstarfa.

Álfheiður, sem er alltaf kölluð Alfa, er stjórnmálafræðingur og tveggja barna móðir, alin upp á Höfn í Hornafirði en búsett á Selfossi.

Alfa var Pírati vikunnar hér á Piratar.is á síðasta ári þar sem hún sagði m.a. frá því af hverju hún er Pírati:

„Píratar hafna ósanngjörnu og úreltu stjórnkerfi og hagkerfi.  Þess vegna er ég Pírati. Píratar berjast fyrir raunverulegu lýðræði og borgararéttindum, og taka hvorki þátt í foringjadýrkun né sjónhverfingum hefðbundinna stjórnmálaafla. Ég var og er hluti af „open source“ hreyfingunni á netinu sem eru svipaðar hugmyndir en á öðrum vettvangi. Það þarf að frelsa samfélagið og einstaklinga undan úreltu kerfi peninga og valds. Á sama hátt þarf að frelsa netið undan oki stórfyrirtækja og vernda það gegn öllum tilraunum til ritskoðunar og stýringar, endurskilgreina höfundarrétt o.fl. ,” segir Alfa. 

Sjá öll svör hennar sem Pírati vikunnar með því að smella hér.   http://docs.google.com/viewer?url=https%3A%2F%2Fpiratar.is%2Fwp-content%2Fuploads%2F2018%2F03%2FAlfa2-1.png&embedded=true&hl=en

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X