Fyrsta transkonan til að gegna embættinu

Alexandra Briem tekur við embætti forseta borgarstjórnar.

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi Pírata tekur formlega við embætti forseta borgarstjórnar í lok næsta fundar borgarstjórnar, þriðjudaginn 18. maí, og verður þar með fyrsta transkonan í sögunni til að gegna embættinu.

Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra einnig sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar Ósk Haraldsdóttur sem sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar.

Alexandra skrifaði færslu á Facebook um hlutverk sitt sem forseti borgarstjórnar.

Píratar eru raunar ekki uppteknir af titlatogi eða embættum, og ég er það ekki mjög sjálf. En ég er meðvituð um hvað þessir hlutir tákna. Traustið og ábyrgðina sem þeir eru til marks um. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir þessu trausti og vinna þetta starf af öllum mínum mætti, fyrir hönd allra borgarbúa.

Facebook, Alexandra Briem

RÚV fjallaði um Alexöndru í kvöldfréttum sínum og spurðu meðal annars hvort að hún ætti einhver skilaboð til transfólks sem eru að byrja sína vegferð og á erfitt. Skilaboð Alexöndru voru þessi:

„Þetta er aldrei jafn erfitt og að gera ekkert, það er miklu betra að vera heiðarleg með hver við erum.“

RÚV, Alexandra Briem

Hér má sjá viðtalið við Alexöndru Briem í fréttum RÚV. Viðtalið er aðgengilegt á fréttasvæði RÚV.

Rannveig og Valgerður með meiri ábyrgð.

Samhliða þessum breytingum munu Píratarnir Rannveig Ernudóttir og Valgerður Árnadóttir taka sæti í hinum ýmsu ráðum og nefndum borgarinnar. Útlistun á breytingunum má sjá hér neðst í fréttinni.

Aðalmannabreytingar
Skipulags- og samgönguráð – Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Umhverfis- og heilbrigðisráð – Rannveig Ernudóttir fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Íbúaráð Kjalarness – Rannveig Ernudóttir fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Velferðarráð – Rannveig Ernudóttir fyrir Alexöndru Briem
Forseti borgarstjórnar – Alexandra Briem fyrir Pawel Bartoszek
Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks – Rannveig Ernudóttir fyrir Dóru Björt Guðjónsdóttir
Innkaupa- og framkvæmdaráð – Valgerður Árnadóttir í stað Alexöndru Briem
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins – Pawel Bartoszek fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Skipulagsmálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga – Pawel Bartoszek fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur

Varamannabreytingar
Borgarráð – Alexandra Briem fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Velferðarráð – Valgerður Árnadóttir fyrir Rannveigu Ernudóttur
Umhverfis- og heilbrigðisráð – Valgerður Árnadóttir
Skipulags- og samgönguráð – Valgerður Árnadóttir
Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks – Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Alexöndru Briem
Innkaupa- og framkvæmdaráð – Alexandra Briem í stað Rannveigar Ernudóttur

Stýrihópsbreytingar
Hjólreiðaáætlun – Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur
Elliðaárdalur – Pawel Bartoszek fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur

Upprunaleg BirtingRÚV

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....